Leikjadagskráin fyrir komandi tímabil kom út í morgun. Það er ljóst að Louis van Gaal fær umtalsvert þægilegri byrjunarleiki en David Moyes fékk á síðasta tímabili. Í fyrstu fimm leikjum tímabilsins spilum við gegn öllum liðunum sem komu upp úr Championship fyrir þetta tímabil.
Fyrstu fimm líta svona út:
- 16. ágúst – Swansea (H)
- 23. ágúst – Sunderland (Ú)
- 30. ágúst – Burnley (Ú)
- 13. september – QPR (H)
- 20.september – Leicester (Ú)
Eins og frægt er orðið spilar liðið ekki í Evrópukeppni í vetur og því tilvalið að finna sér eitthvað annað hobbý með enska boltanum því að fram að nóvember eru aðeins 9 leikir á dagskrá hjá United (10 með deildarbikarnum).