Þetta átti að vera svo flottur dagur í dag. Sólin skein og reif ég ófrísku kærustuna upp úr rúminu klukkan 11 í bröns niðrí miðbæ Köben. Svo settist maður eldhress upp í sófa með ískaldan Leffe tilbúinn að horfa á United endurtaka leikinn frá síðustu helgi er þeir völtuðu yfir Norwich á Old Trafford. Því miður gekk ekki allt upp eins og maður hafði planað.
Líkt og í Danmörku þá var sólin að skína fyrir leikmennina á Old Trafford í leik númer tvö af fjórum í stjóratíð Ryan Giggs. Fyrir leikinn skrifaði Giggs: