Á morgun gerir United sér ferð til Liverpool til að spila við Everton á Goodison Park. Þetta verður í 188 skipti sem þessi lið mætast en þau spiluðu sinn fyrsta leik gegn hvort öðru árið 1892. Everton er sem stendur í 5 sæti deildarinnar, 9 stigum á undan United, en okkar menn eiga leik til góða þannig að ef United vinnur á morgun þá gæti verið smááááááááááá vonarglæta á því að stela fimmta sætinu á síðustu stundu.
Enska úrvalsdeildin
Newcastle 0:4 Manchester United
Hver þarf Wayne Rooney og Robin van Persie, ekki David Moyes, það er á hreinu. Frábær 0-4 sigur á Newcastle staðreynd.
Aðalspurningin fyrir leikinn gegn Newcastle í dag var hversu margir leikmenn yrðu hvíldir fyrir átökin í næstu viku. Fyrir leikinn bárust fregnir af því Guardiola hefði hvílt lykilmenn sína.
Bayern Munich have made a load of changes for today’s game. No Lahm, Muller, Goetze, Boateng, Robben, Ribery, Alaba or Dante
Newcastle á morgun
Eftir nokkuð frækna frammistöðu gegn ríkjandi Heims- Evrópu og Þýskalandsmeisturum Bayern München í vikunni er næsta verkefni framundan. Á morgun mætir Manchester United liði Newcastle á St. James’s Park eða Sports Direct Arena eða hvaðeina þessi ágæti völlur heitir í dag. Þetta er fyrsti leikurinn í röð þriggja útileikja en við eigum Bayern á miðvikudaginn og Everton um næstu helgi, allt á útivelli.
Manchester United 4:1 Aston Villa
Í dag sáum við United spila gegn Aston Villa á Old Trafford. United vann leikinn með fjórum mörkum gegn einu með mörkum frá Rooney(2), Mata og Chicharito.
Fyrir leik var fólk smeykt fyrir því að leiknum yrði seinkað vegna umferðartafa nálægt Old Trafford. En sem betur kom ekki til þess og leikurinn hófst á eðlilegum tíma. Moyes ákvað að stilla liðinu upp á þennan máta:
United tekur á móti Aston Villa
Ég ætla ekki að nefna niðurlæginguna sem við upplifðum í vikunni. Ég ætla ekki að nefna hluti eins og að byrjunarlið United kostaði £184m á móti £161m hjá City. Ætla ekki að nefna það að United hefur núna tapað tíu leikjum á þessu tímabili og stefnir í lægsta stigafjölda í meira en 22 ár. Ég ætla ekki að nefna það að Fellaini gæti farið í bann fyrir að hrækja á Zabaleta.