Síðustu vikur hef ég stöðugt hugsað um þetta.
Og velt fyrir mér hversu glaður ég yrði þegar Moyes stingi sokk upp í mig. Kannske næst þegar ég ætti skýrslu.
Liðið sem átti að reyna að stöðva sókn erkifjendanna að fyrirheitna landinu var svona
De Gea
Rafael Vidic Jones Evra
Mata Fellaini Carrick Januzaj
Rooney
Van Persie
Liverpool byrjaði þó nokkuð betur í leiknum eins og við var að búast af liði sem skorað hefur 29 mörk á fyrsta hálftímanum í leikjum í vetur. Sturridge hefði getað náð betra skoti strax á 4. mínútu þegar hann komst í þokkalegt færi, og sveifla Suarez inn í teiginn skömmu síðar hefði getað endað met víti þar sem Fellaini fór aðeins í hann. Endaði reyndar á að Suarez stappaði á fæti Jones, en það var óvart, Jones með góða tæklingu.