Munið þið eftir þeim tíma þegar ykkur hlakkaði til að horfa á United leiki? Munið þið eftir því þegar þið fylltust ekki af tregablendnum ótta fyrir leiki gegn liðum á borð við Stoke, West Brom eða Fulham? Þetta hefur verið okkar veruleiki sem stuðningsfólk Manchester United á þessu tímabili. Síðasti leikur okkar var útileikur gegn Stoke þar sem verður að viðurkennast að hvorugt liðið spilaði vel en Stoke skoraði fleiri mörk. Það að byrja með 3 miðverði inná en enda fyrri hálfleikinn með 1 gæti hafa sitt að segja og skiptingarnar hjá Moyes voru ekki réttar. Hann ætlaði að henda í sókn en hefði kannski átt henda miðjumanni inná. En það er búið og gert.
Enska úrvalsdeildin
Stoke City 2:1 Manchester United
Það ömurlegasta sem ég veit um er að þurfa skrifa leikskýrslu fyrir leiki þar sem ég öskra af reiði á imbakassan í leikslok. Leikskýrslan í dag fellur í þann flokk.
Byrjum á staðreyndunum. Stoke sigraði United með tveimur mörkum gegn einu. Charlie Adam skoraði bæði mörk Stoke í leiknum (á 38′ og 52′ mín) en Van Persie fyrir okkar menn (á 47′ mín). Moyes var ekkert að tefla neinu miðlungsliði gegn Stoke. Það má alveg halda því fram að þetta hafi nú einfaldlega verið eitt af betri byrjunarliðum United í langan tíma, Rooney, Van Persie og Mata í framlínunni og Carrick óvænt mættur á miðjuna. Svona leit liðsuppstillingin hjá okkar mönnum í dag:
United kíkir í heimsókn til Stoke
Tuttugasta og fjórða umferð ensku úrvalsdeildarinnar verður spiluð um helgina og vonum við til eiga jafn fína umferð og þá síðustu. Í síðasta leik fengum við í fyrsta skipti að sjá nýja leikmanninn, Juan Mata, spila með United er United sigraði Cardiff á Old Trafford með tveimur mörkum gegn engu. Á sama tíma fengu liðin næstu tveimur sætum fyrir ofan United algjöra rasskellingu í sínum leikjum, Spurs tapaði 1-5 gegn Man City og Everton 4-0 gegn Liverpool, sem hleypti United þremur stigum nær þeim og munar nú einungis þremur stigum á milli United og Spurs í fimmta sæti deildarinnar.
Manchester United 2:0 Cardiff City
Manchester United tók á móti Cardiff City í leik sem var áttahundruðasti byrjunarleikur Ryan Giggs fyrir liðið og fyrsti leikur Juan Mata í uppstillingu sem leit svona út
De Gea Rafael Evans Smalling Evra Valencia Jones Giggs Young Mata Van Persie
Eftir að fyrstu gleðiviðbrögðin við að sjá Mata og Van Persie í liðinu voru liðin hjá er ekki ólíklegt að flestir stuðningmenn United hafi hugsað svipað
Cardiff á Old Trafford annað kvöld
Eftir atburði síðustu daga er frekar erfitt að átta sig á því að það er alvöru fótboltaleikur á morgun. En það er svona, lífið er ekki eintómt slúður og leikmannakaup.
Það er samt lítill vafi á hvað er frétt fréttanna á morgun: Ef allt fer eins og fara á, fyrsti leikur Juan Manuel Mata García fyrir Manchester United. Mata var formlega og endanlega kynntur til sögunnar í dag á blaðamannafundi með Moyes. Fundurinn var nokkuð staðlaður ‘nýr leikmaður kynntur’ fundur en Mata kom gríðarvel fyrir, er fullfær í enskunni og hann hlakkar til að takast á við verkefnið