Fyrir þennan leik bjuggust flestir við sigri Chelsea. Meira að segja stuðningsmenn okkar megin. Ég man hreinlega ekki eftir því að fara í leiki og ‘vonast’ eftir sigri. Ekki bara gegn stóru liðunum heldur gegn öllum liðunum.
United byrjaði leikinn mjög vel og léku í raun töluvert vel í fyrri hálfleiknum en eins og oft áður í vetur voru þeir sviknir af 5.flokks varnarleik. Samt sem áður gaf 2-0 forysta Chelsea í hálfleik engan veginn rétta mynd af leiknum.