Manchester United byrjar árið 2014 á gíðarlega mikilvægum leik gegn Tottenham á Old Trafford. Okkar menn hafa verið á ágætis skriði undanfarið, unnið fjóra leiki í röð, leikir sem menn hafa nú á undanförnum árum ætlast til þess að United vinni. Morgundagurinn er því gott tækifæri fyrir okkar menn að sýna toppliðunum að þeir ætli sér ekki að gefa tommu eftir, nú og svo væri það líka bónus að ýta Tottenham 3 stigum aftur fyrir sig, en þeir eru með 34 stig eins og United.
Enska úrvalsdeildin
Norwich City 0:1 Manchester United
Klukkutíma fyrir leik kom í ljós að Wayne Rooney hafði orðið eftir heima í Manchester til að hvíla sig aðeins og ná sér af smá nárameiðslum. Liðið leit því svona út.
De Gea
Smalling Vidic Evans Evra
Carrick Cleverley
Young Giggs Kagawa
Hernandez
Varamenn: Lindegaard, Anderson, Welbeck, Fabio, Fletcher, Zaha, Januzaj.
United byrjuð leikinn vel og voru mikið meira með boltann. Spilamennskan var góð og Kagawa og Giggs voru að skipta nokkuð oft um stöður. Þeir sköpuðu þó engin afgerandi færi heldur var það Norwich sem átti fyrsta slíkt eftir kortérs leik. Komust þá upp hægra megin og inn í teig. De Gea varði vel , boltinn fór út í teiginn en Norwich maðurinn þar náði ekki að leggja boltann fyrirsig þannig að ekkert meira varð úr því. Norwich pressaði vel í hvert skipti sem þeir voru með boltann og voru komnir með fjögur horn í leiknum þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður.
Norwich heimsótt á morgun
Það verður seint sagt að enskir knattspyrnumenni hafi það náðugt um jólin. Eftir fyrsta alvöru „kommbakk“ liðsins undir stjórn David Moyes í gær eru okkar menn varla komnir heim þegar þeir þurfa að fara aftur af stað og eru að fara í loftið til að fljúga til Norwich þegar þetta er skrifað. Það gengur vonandi betur en í gær þegar þeir komu á völlinn rétt klukkutíma fyrir leik. Eitthvað er samt Carrick stressaður:
Hull City 2:3 Manchester United
Búinn að vera velta fyrir mér hvernig það væri best að byrja þessa skýrslu. Kannski bara með einni spurningu. Er þetta versta byrjun á fótboltaleik hjá United allra tíma? Örugglega ekki en það er amk erfitt að muna eftir jafn skelfilegri byrjun á fótboltaleik fyrir okkar menn.
Moyes stillti liðinu svona upp:
De Gea
Rafael Evans Smalling Evra
Valencie Fletcher Cleverley Young
Rooney Welbeck
United heimsækir Hull City
Átjánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar verður spiluð á morgun, öðrum degi jóla.
Fyrsti leikur umferðarinnar verður kl 12:45 þegar Steve Bruce og hans leikmenn í Hull City FC taka á móti United á KC Stadium.
Upphitunin
United er í áttunda sæti deildarinnar og átta stig skilja United og Liverpool sem situr í efsta sæti deildarinnar. Okkar menn eru á góðu róli þessa dagana eftir hræðilega byrjun í desember. Desember byrjaði með jafntefli gegn Tottenham og svo tapi gegn Everton og Newcastle (sem eru einmitt þau þrjú lið sem sitja í fimmta, sjötta og sjöunda sæti deildarinnar) en svo komu sigrar gegn Shakhtar, Aston Villa, Stoke og West Ham. Í þokkabót hefur liðið verið að spila betur og betur undir stjórn Moyes. Ég veit að það er alltaf hægt að koma með svona pælingar en… ímyndið ykkur að ef United hefði sigrað en ekki tapað leikjunum gegn Newcastle og Everton. Liðið væri í 4-5 sæti með Chelsea, einu stigi á eftir City og tveimur á eftir Liverpool og Arsenal. Það sýnir okkur hvað allt er í járnum ennþá og enn mjög góður möguleiki á að eiga mjög fínt tímabil undir stjórn Moyes.