Newcastle kemur í heimsókn til Manchester á morgun og hefst leikurinn kl. 12:45. Newcastle átti mjög góðan nóvember og var Alan Pardew valinn stjóri mánaðarins og Tim Krul leikmaður mánaðarins. Fyrir vikið er Newcastle stigi á undan United í 7.sæti. Þeir byrjuðu þó ekki desember gæfulega, töpuðu 3-0 í Swansea. Það er franska innrásin í Newcastle sem er að gera góðu hlutina þar (auðvitað fyrir utan Hollendinginn Krul, Fílabeinsstrendinginn Tiote, Senegalann Cissé og Argentínumanninn Coloccini) og leikmenn á borð við Loïc Rémy, Yohan Cabayé (sem hefur oft verið orðaður við okkur), Yoan Gouffran, Mathieu Debuchy, og Moussa Sissoko hafa allir staðið sig vel í vetur. Þannig það verður ekki mjög enskt lið sem kemur á Old Trafford!
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 0:1 Everton
Enn og aftur fáum við á okkur mark á lokamínútunum. Hversu svekkjandi?
Byrjunarliðið var svona:
Moyes stillti upp svipuðu liði og gegn Tottenham nema Rafael kom inn í bakvörðinn og Smalling fór í miðvörðinn í stað Evans. Jafnframt kom Giggs inn fyrir Cleverley. Frábært að sjá Rafael á ný í bakverðinum enda gefur hann liðinu talsvert meira en Smalling í þeirri stöðu. Það kom mér verulega á óvart að sjá Welbeck halda áfram á kantinum. Það er svolítið skrýtið að sjá Moyes verðlauna Welbeck fyrir slaka frammistöðu gegn Tottenham á meðan Nani spilaði mjög vel í sömu stöðu gegn Leverkusen en er settur á bekkinn tvo leiki í röð. Hvað er það? Vonandi er þessi Welbeck-tilraun á kantinum fullreynd.
Everton heimsækir Old Trafford
Áður en ég byrja þessa upphitun fyrir Everton-leikinn á morgun vil ég minna alla á að taka þátt í kosningunni á Wayne Rooney sem leikmanni nóvembermánaðar. Auk þess vil ég ganga úr skugga um að allir hafi örugglega séð þetta:
og þetta:
https://twitter.com/BeardedGenius/status/407545008519016448
Nemanja Vidic, gott fólk, Nemanja Vidic! Svona eiga fyrirliðar að vera!
Allavega…
Tottenham 2:2 Manchester United
Jafntefli er niðurstaðan eftir hörkuleik á White Hart Lane. Leikurinn var opinn og nokkuð skemmtilegur og spennandi fram að lokaflautunni. Tvisvar sinnum komust Tottenham yfir í leiknum og jafnharðan jafnaði Wayne Rooney fyrir okkur.
Nokkrar hugleiðingar og viðbrögð
- Í þessum leik sannaðist enn og aftur að það er hreinlega ekki næg breidd á miðjunni.
- Danny Welbeck virkaði ekki alveg 100%.
- Anderson virðist einungis vera á bekknum til að varamenn séu 7 talsins.
- Tom Cleverley spilar ekki mjög „cleverly“.
- Wayne Rooney er klárlega besti leikmaður deildarinnar það sem af er.
- Enn og aftur gefum við aukaspyrnur á stórhættulegum stað og er okkur refsað fyrir það.
- Sá Patrice Evra sem lék í dag er ekki sá sami og við höfum verið sjá síðasta árið.
- Chris Smalling getur ekki gefið boltann fyrir.
- Eins gott að eina ástæðan fyrir því að Smalling sé tekinn framyfir Rafael séu meiðsli síðarnefnda.
- Danny Welbeck, Phil Jones og Chris Smalling léku allir úr stöðu í dag og það sást.
- Erum 9 stigum á eftir toppliði Arsenal en mig grunar að margt eigi enn eftir að breytast áður en yfir lýkur.
Maður leiksins er að sjálfsögðu Wayne Rooney
Liðið gegn Tottenham
Liðið komið, Welbeck kemur inn á kantinn, Vidic fyrir Rio, Rafael á bekknum!
De Gea
Smalling Vidic Evans Evra
Cleverley Jones
Valencia Kagawa Welbeck
Rooney
Varamenn: Lindegaard, Hernandez, Nani, Rafael, Young, Fellaini, Anderson.
Gylfi á bekknum hjá Spurs.