Á morgun mæta okkar menn því liði sem hefur líklega valdið mestum vonbrigðum í deildinni hingað til. Tottenham hafa fengið leikmenn fyrir rúmar 100 milljónir punda og hafa slegið met í leikmannaverði tvisvar ef ekki þrisvar. Liðið er búið að leika 12 leiki og skora 9 mörk og þar af 4 úr vítum ef mér skjátlast ekki. Undir lok síðustu leiktíðar voru einhverjir og undirritaður meðtalinn ekki sammála því að Gareth Bale væri besti leikmaður deildarinnar miðað við tölfræði um framleiðni þeas mörk og stoðsendingar og stig unnin fyrir liðið. Miðað við hvernig Tottenham hafa verið að leika í vetur viðurkenni ég að hafa vanmetið gildi Bale. Þó svo að hann hafi ekki skorað eða lagt upp jafnmörg mörk og t.d. Theo Walcott hjá Arsenal þá virðist nærvera hans í liðinu hafa losað um aðra leikmenn og þar af leiðandi hjálpað liðinu að skora og vinna inn einhver stig.
Enska úrvalsdeildin
Cardiff 2:2 Manchester United
Liðið gegn Cardiff var svona, nær eins og ég spáði í gær.:
De Gea
Smalling Evans Ferdinand Evra
Valencia Cleverley Fellaini Januzaj
Rooney
Chicharito
Varamenn: Anderson, Giggs, Nani, Young, Welbeck, Büttner, Lindegaard
Leikurinn var átta mínútna gamall þegar Rooney fékk gult eftir átta mínútur fyrir pirringsbrot úti á kanti, sparkaði í mótherja sem hafði unnið af honum boltann og hefði að mínu mati átt að vera rautt. Mjög lélegt hjá Rooney en eins gott að hann var inn á því hann skoraði fyrsta markið. Valencia komst inn í sendingu, gaf inn á Hernandez sem framlengdi snyrtilega. Rooney þurfti að taka hringsnúning til að hrista af sér varnarmann og skotið fór síðan af varnarmanni og inn. Cardiff hafði byrjað aðeins betur en eftir brotið hjá Rooney tók United öll völd þangað til markið kom.
Ferð til Cardiff á morgun
Þessi leiktíð hefur verið erfið fyrir mörg stórliðin. City er búið að tapa fjórum leikjum nú þegar, oftast gegn minni spámönnum, nú síðast botnliði Sunderland. Chelsea hefur ekki verið sannfærandi, en hins vegar hafa Arsenal og Liverpool verið á skriði. Það var því vel þegið að vera á Old Trafford fyrir tveim vikum og sjá United stöðva Arsenal. Það hefði vissulega verið annað upplit á mönnum ef sá leikur hefði tapast.
Manchester United 1:0 Arsenal
Fljótt skipast veður í lofti eins og sagt er. Eftir að sjá City, Tottenham og Chelsea tapa stigum um helgina varð stórleikur helgarinnar fimmfalt meira spennandi. Með sigri myndi United ná að minnka stigaforskot allra toppliðanna, fyrir utan Liverpool, um þrjú stig.
Fyrir leikinn dag sátu United í áttunda sæti með sautján stig eftir tíu umferðir: átta stigum á eftir Arsenal; þremur stigum á eftir Chelsea, Liverpool og Tottenham; tveimur á eftir City. Eftir elleftu umferð ensku deildarinnar er United hinsvegar komið upp í fimmta sæti: fimm á eftir Arsenal, þremur á eftir Liverpool, tveimur á eftir Southampton (WTH?) og einu á eftir Chelsea (eftir að þeir náðu að krækja í stig með flottri dýfu Ramirez á 95′ mínútu).
Arsenal heimsækir Old Trafford
Á morgun kl 16:10 mætir Arsenal á Old Trafford með það hugarfar að sigra núverandi meistara, krækja þremur stigum og ná ellefu stiga forskoti á United. United sigur myndi hinsvegar minnka muninn niður í fimm stig og jafna stigafjölda Chelsea, Liverpool og Tottenham fyrir þessa umferð.
Leikurinn er semsagt gullið tækifæri til að minnka muninn á efsta liðið í deildinni og endurvekja smá traust á liðið sem án efa hefur verið í nokkurri lægð undanfarnar vikur.