Á morgun kl 14:00 tekur United á móti Southampton á Old Trafford í leik sem Mike Jones dæmir. Verður nú ekki sagt annað en að Southampton menn hafi átt alveg frábæra byrjun á þessu tímabili. Fyrir þessa umferð eru þeir staddir í fjórða sæti með fjórtán stig, tveimur stigum frá toppsætinu, í sjö leikjum eftir að hafa unnið fjóra, gert tvö jafntefli og tapað gegn Norwich.
Enska úrvalsdeildin
Sunderland 1:2 Manchester United
Þegar haldið er á útivöll gegn neðsta liðinu er eðllegt að stilla upp til sóknar og það gerði Moyes í dag. Mest á óvart kom þó að Adnan Januzaj fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði
De Gea Rafael Vidic Jones Evra Nani Carrick Cleverley Januzaj Rooney Van Persie
Bekkurinn: Lindegaard, Smalling, Giggs, Valencia, Kagawa, Welbeck, Hernandez.
Það byrjaði ekki glæsilega leikurinn hjá United. Sunderland var þegar búið að eiga 2-3 sóknir þegar Giaccherini stakk sér framhjá Evra á hægri kantinum, gaf inn á teiginn þar sem Phil Jones hreinsaði beint í fæturnar á Vidic sem gjörsamlega klúðraði að taka á móti boltanum, missti hann frá sér og Craig Gardner var fyrstur til og skoraði örugglega.
Sundurlyndi lagt niður fyrir ferð gegn Sunderland
Við skulum ekkert vera að velta okkur upp úr nýlegu gengi United fyrir þessa upphitun fyrir ferð okkar á Leikvang ljóssins við bakka Wear seinni partinn á morgun, en einbeita okkur að því að skoða hvað Sunderland er hroðalega lélegt.
Eitt stig úr sex leikjum, markatalan 4-14 og strax búið að rekja stjórann, ekki-svo-elskulega fasistann Paolo di Canio. Það er vægt til orða tekið að ástandið sé erfitt í Sunderland. Vinur okkar, John O’Shea er fyrirliði liðsins og líklega þekktasta nafnið í hópnum, þó að þarna séu gamlir úrvalsdeildarjaxlar á borð við Lee Cattermole og Sebastian Larsson. Steven Fletcher er meiddur sem og annar vinur okkar, We’vegotwesley Brown. Fabio Borini er á láni frá Liverpool og maðurinn sem mun sjá um að halda vestur-Íslendingnum Aaron Johanson úti úr landsliði, Jozy Altidore, er frammi með honum. Það er spurning hvort þetta lið fær einhvern kraft úr því að vera lausir við di Canio, þó ekki væri þess of vart um síðustu helgi þegar þeir töpuðu gegn Liverpool
Manchester United 1:2 WBA
Þetta var hrikalega lélegt. Það er ekki boðlegt að lið eins og West Bromwich Albion komi á Old Trafford og spili mikið betur en heimaliðið og fari verðskuldað heim með stigin þrjú í pokahorninu. David Moyes stillti upp eftirfarandi liði:
De Gea
Jones Ferdinand Evans Büttner
Carrick Anderson
Nani Rooney Kagawa
Chicharito
Bekkur: Evra, Welbeck, van Persie, Valencia, Fellaini, Amos & Januzaj.
WBA kemur á Old Trafford
Menn eru væntanlega að koma niður af jörðinni eftir leikinn gegn Liverpool í fyrradag og farnir að einbeita sér að krafti að næsta verkefni. West Bromwich Albion kemur í heimsókn á Old Trafford klukkan 14:00 á morgun.
Andstæðingarnir
Steve Clarke tryggði sér og liði sínu sæti í öllum fótbolta pup-quizum heimsins næstu áratugina þegar liðið gerði 5-5 jafntefli við Manchester United í síðasta leik síðasta tímabilsins og í síðasta leik Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson. Það stig tryggði þeim 8.sæti sem verður að teljast verulega góður árangur fyrir lið á borð við WBA.