Jæja, þetta var ansi dapurt. Ferguson stillti upp þessu liði í kvöld:
De Gea
Rafael Rio Vidic Evra
Valencia Carrick Jones Kagawa
van Persie Rooney
Bekkur: Amos, Evans, Giggs, Cleverley, Nani, Welbeck og Hernandez
Það er óhætt að segja að þetta byrjunarlið hafi engan vegin staðið sig í dag. Frá fyrstu mínútu voru okkar menn á hælunum og komst liðið aldrei í takt við leikinn. Það er eitthvað mikið að þegar lið eins og West Ham, þar sem leikstíll liðsins gengur beinlínis út á að forðast það að stjórna leiknum, hefur tögl og haldir nánast allan leikinn. United-liðið var á afturfótunum frá byrjunum og var stálheppið að fá ekki á sig mark á fyrstu mínútum leiksins þegar Andy Carroll komst í gott færi. Skömmu síðar komust West Ham menn þó yfir. Matt Jarvis komst inn í teig og plataði Rio Ferdinand upp úr skónum með afskaplega einfaldri gabbhreyfingu, kom boltanum fyrir og einhvernveginn tókst Vaz Te að hnoða boltanum inn. 1-0 fyrir West Ham.