Það er alveg óhætt að segja að nokkrir sigrar í röð hafi lítið gert fyrir hýra brá stuðningsfólks United. Það er gott að vinna, það er frábært að vinna með því að markmaður ver víti á síðustu sekúndu (og já ég ætla að minnast á að það að De Gea hefði ekki varið), en þegar styrkleiki andstæðinganna er sá sem hann var, er horft á málið raunsæjum augum. En það þarf engar áhyggjur af því að sigri á morgun verði ekki fagnað skilyrðislaust. Því á morgun koma Englandsmeistararnir í heimsókn (unnu þeir ekki líka eitthvað annað í fyrra? minnir það) og það er heiður að veði. United er líklega ekki að fara að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn úr því sem komið er, en sigur á morgun gæti hugsanlega fengið okkur bjartsýna fólkið til að hugsa sig tvisvar um. Því þá erum við jú bara þremur stigum á eftir City!
Enska úrvalsdeildin
Sheffield United 1:2 Manchester United
Erik ten Hag gerði tvær breytingar á liðinu sínu frá síðasta leik, Scott McTominay mætti inn á miðjuna eftir að hafa skorað tvennu í síðasta leik er hann kom inn á og Antony kom inn á hægri kantinn eftir sín vandræði utanvallar. Það kom svo á óvart að Varane var á bekknum en Evans, Lindelöf, Maguire og Dalot mynduðu varnarlínu kvöldsins.
Á bekknum voru þeir : Bayindir, van den Beek, Pellistri, Mount, Martial, Eriksen, Garnacho og Hannibal.
Botnlið Sheffield United tekur á móti Rauðu djöflunum
Nú er nýafstaðið landsleikjahlé og enski boltinn að byrja aftur. Okkar menn halda í austur og mæta botnliði Sheffield United á kvöldmatartíma á laugardagskvöldi. Það hefur gustað allverulega um klúbbinn í þessu landsleikjahléi með ofgnótt frétta um mögulega yfirtöku og öllu því tengdu en svo virðist sem sagan endalausa sé loks að taka enda. Farið var ítarlega yfir yfirtökuna í síðasta djöflavarpi.
Manchester United 2:1 Brentford
Virkilega kærkominn sigur í dag. United byrjaði leikinn mjög vel eins og svo oft áður. Önnur klisja hefur verið að liðið endist í sirka 20 mínútur áður en einbeitingin bregst og einstaklingsmistök eiga sér stað. Það gerðist einmitt í dag þegar Casemiro missir boltann klaufalega á hættulegu svæði og svo tók við dómínóröð mistaka sem enda með marki Brentford. Onana hefði vissulega átt að gera betur en sér boltann seint og er staddur of nálægt nærstönginni til að ná að komast fyrir skot Jensen.
Krísa! Krísa! Krísa!
Það er ekkert sem netstuðningsmaður fótboltaklúbbs elskar meira en góða krísu. Þegar hægt er að kalla stjórann trúð (já þennan sem kom klúbbnum í Meistaradeildina), og líka alla þá sem keyptir hafa verið nýlega. Svo er hægt að skamma stjórann fyrir að spila ekki með manninn sem hefur verið rakkaður niður stöðugt síðustu tvö árin. Ekki er það verra þegar einhver leikmaður þarf að spila úr stöðu vegna fjölda meiðsla og gerir þar ein mistök. Markmaður sem er fenginn til að spila nýja boltann er svo hengdur af því að hann er að spila fyrir aftan vörn sem rétt svo man hvað hinir heita, þess þá síður að þeir hafi spilað saman sem heild. Svo er auðvitað alger firra að hugsa dæmið til enda og íhuga hvaða stjóri eigi að taka við þegar búið er að reka enn einn stjórann. Að vísu er hér upp á Íslandi maður sem búinn er að vinna tvær tvennur á þremur árum, en jafnvel ofanritaður myndi setja örlítið spurningamerki við það að hann væri tilbúinn að taka skrefið. Þó vissulega væri hann í topp fimm bestu kostunum. Er það ekki annars?