Síðast þegar United lék í deildinni unnum við 2:0 vinnusigur á sterku liði Everton. Í millitíðinni gerðum við 1:1 jafntefli á Bernabeu og unnum Reading 2:1 í bikarnum.
Síðast þegar við lékum gegn QPR unnum við 3:1 sigur í fyrsta leik Redknapp með liðið. Markalaust var í þeim leik þangað til á 52.mínútu þegar Jamie Mackie kom þeim yfir. Svo kom 8 mínútna kafli þar sem þeir Jonny Evans, Darren Fletcher og Chicharito skoruðu og kláruðu leikinn.