Það er búið að vera einstaklega gaman að vera United stuðningsmaður þessa vikuna eftir glæsilegan sigur liðsins gegn City síðasta sunnudag, en núna er víst komið að því að halda göngunni áfram í átt að titlinum því á morgun klukkan 15:00 verður flautað til leiks á Old Trafford í viðureign Manchester United og Sunderland. Martin O’Neill og lærlingum hans hefur ekki gengið vel í deildinni í vetur en um síðustu helgi unnu þeir þó góðan heimasigur gegn Reading og lyftu sér upp í 16 sætið í deildinni.
Enska úrvalsdeildin
City 2:3 UNITED
Þvílíkur leikur, þvílík dramatík.
Ég vil byrja á því að þakka Arsene Wenger kærlega fyrir að selja okkur Robin van Persie. Þetta eru kaupin sem munu skilja að liðin þegar stigin eru talin í vor.
Að leiknum,
Það er óhætt að segja að United-menn hafi verið nokkuð svartsýnir fyrir þennan leik. Útreiðin á Old Trafford og ömurleikinn á Etihad á síðasta tímabili hafa líklega haft eitthvað með það að gera. Þegar blaðamennirnir birtu liðin á Twitter var ljóst að Sir Alex hafði komið öllum að óvörum:
Byrjunarliðið gegn City
Byrjunarliðin hafa verið tilkynnt
De Gea
Rafael Evans Ferdinand Evra
Carrick Cleverley
Valencia Rooney Young
RvP
Bekkur: Johnstone, Jones, Giggs, Smalling, Hernandez, Welbeck, Scholes
Óvænt að Cleverley og Valenica komi inn, menn héldu að þeir væru frá vegna meiðsla. Gamli refurinn að koma á óvart, annað er eftir bókinni.
Byrjunarliðið hjá City er eftirfarandi:
Hart
Zabaleta Kompany Nastasic Clichy
Manchester-borgarslagurinn á morgun
Stærsti leikur tímabilsins til þessa fer fram á morgun þegar toppliðin tvö frá Manchester mætast í 164. Manchester-borgarslagnum. Fyrir leikinn situr United á toppnum með 36 stig. City fylgir fast á hæla okkar manna en eftir að hafa aðeins fatast flugið undanfarið er liðið með þremur stigum færra eða 33 stig. Það er athyglisvert að City hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu í deildinni en Mancini og hans menn hafa hinsvegar verið að gera mörg jafntefli. Aðeins eru búnir 15 leikir af tímabilinu en samt hefur liðið nú þegar gert sex jafntefli. Það sama má hinsvegar ekki segja um Manchester United, liðið hefur ekki gert jafntefli í háa herrans tíð. Síðasta jafntefli kom í leiknum örlagaríka gegn Everton þann 22. apríl sl. (4-4) þar sem segja má að okkar menn hafi glutrað titlinum á síðustu leiktíð. United hefur hinsvegar tapað þremur leikjum í vetur en þessi algjöri skortur á jafnteflum er það sem skilur þessi lið að í töflunni.
Reading 3:4 Manchester United
Liðið aðeins öðruvísi en ég setti það upp áðan.
Lindegaard
Rafael Ferdinand Evans Evra
Carrick Anderson Fletcher
Rooney Van Persie Young
Skemmst frá því að segja eftir þokkalega byrjun United kom sending inn á teig okkar á 8. mínútu, Jonny Evans skallaði úti teiginn og Robson-Kanu afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Fjórtánda skiptið í vetur sem United lendir undir. En United var óvenju snöggt að svara þessu og tvö mörk á þrem mínútum komu United yfir, Fyrst skoraði Anderson með þrumuskoti úr teignum eftir góða sendingu Young, og síðan Rooney úr víti eftir óhemju klaufalegt brot á Evans.