Jæja, enn einn leikurinn þar sem United lendir undir og kemur tilbaka. Þessir leikir ættu að koma með viðvörun til hjartveikra.
Fyrri hálfleikur leiksins var ekki dæmi um góðan knattspyrnuleik. Hrafnistubolti á við leikinn gegn Norwich. Líkt og Felipe Melo í Champions League þá komst Scholes upp með nokkrar vel hressar tæklingar. Rooney áttu nokkur ágætis skot og van Persie átti skot í hliðarnetið sem einhverjum sýndist þó hafa farið í markið. Engin mörk voru skoruð í hálfleiknum, eða ætti ég að segja engin lögleg mörk.