Á morgun er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Chelsea, gæti reynst einn mikilvægasti leikur liðsins fyrir jól. Chelsea hefur verið á góðri siglingu í haust, unnið 6 leiki af 7 og gert eitt jafntefli. Þeir sitja á toppi deildarinnar, 4 stigum á undan okkar mönnum sem eru í öðru sæti með 18 stig. Það er því óþarfi að benda á hversu sterkt það væri að næla sér í 3 stig úr þessum leik, það gæti þó reynst erfitt þar sem Manchester United hefur ekki unnið á Stamford Bridge síðan 2002. Einnig þarf liðið að halda dampi núna því Man City, sem einnig eru með 18 stig, ættu að eiga frekar auðveldan heimaleik gegn Swansea.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 4:2 Stoke City
Þegar liðsuppstilling kom sást að blása átti til sóknar gegn Stoke. Van Persie, Rooney og Welbeck allir í liðinu, Valencia eini ekta kantmaðurinn og Scholes og Carrick á miðjunni.
United byrjaði nokkuð betur og átti gott spil, en sköpuðu ekki mikið. Ein af fyrstu sóknum Stoke gaf hins vegar aukaspyrnu næstum úti við hornfána eftir klaufalegt brot Scholes. Charlie Adam tók aukapyrnuna, góð fyrirgjöf inn í teig og þar kom Wayne Rooney og skoraði sjálfsmark með góðum skalla af markteig. Gjörsamlega óverjandi fyrir de Gea. Hrikalega slysaleg byrjun.
Liðið gegn Stoke
Liðið er komið.
De Gea
Rafael Ferdinand Evans Evra
Carrick Scholes
Valencia Rooney Welbeck
Van Persie
Bekkurinn: Lindegaard, Wootton, Anderson, Powell, Nani, Giggs, Hernandez
Alger ágiskun hjá mér hvernig þessu er stillt upp, en það er a.m.k. blásið til sóknar!
Stoke í heimsókn á morgun
Síðasta landsleikjahléi þessa árs er lokið og alvara deildarinnar tekur við á ný. Allir okkar menn komu heilir heim og Ashley Young er orðinn klár í slaginn, þó að enn sé eitthvað í að Chris Smalling verði góður.
Það er því nokkuð klár hópur sem tekur á móti Stoke á morgun. Demanturinn hefur verið að standa sig nokkuð vel undanfarið og mér finnst líklegt að það verði uppá teningnum á morgun.
Newcastle Utd 0:3 Manchester Utd
Eftir vonbrigðin í síðustu viku þá var einstaklega ánægjulegt að sjá hvernig liðið byrjaði þennan leik. Menn voru einbeittir og ákveðnir í öllum sínum aðgerðum og heimamenn voru áhorfendur fyrstu 20 mínúturnar í þessum leik.
Robin van Persie talaði um það í vikunni að hann væri ánægður með að hafa verið duglegur að skora en vildi vera að leggja meira upp fyrir liðsfélaga sína. Það tók hann ekki nema 8 mínútur þegar hann átti hornspyrnu sem Jonny Evans stangaði í markið.