United mætir Nottingham Forest á morgun sunnudaginn 16. apríl klukkan 15:30, leikurinn fer fram á heimavelli Forest, City Ground í Nottingham. Það er óhætt að segja að maður er ekki enn búinn að jafna sig á leiknum í miðri viku gegn Sevilla. Öruggur sigur í súginn, Varane fór hnjaskaður af velli og Lisandro Martinez meiddist, þegar þetta er skrifað er enn ekki komið í ljós hvað sé að plaga Martinez. Ten Hag er þó búinn að staðfesta við fjölmiðla að þetta hefur ekkert að gera með hásinina sem eru góðar fréttir.
Enska úrvalsdeildin
Byrjunarliðið gegn Everton í dag
Erik ten Hag er búinn að festa niður á blað hvaða ellefu leikmenn byrja leikinn gegn Everton í dag. Stóru fréttirnar eru þær að Maguire kemur inn fyrir Varane og Eriksen er á tréverkinu.
Á bekknum eru þeir Butland, Dalot, Lindelöf, Varane, Eriksen, Fred, Pellistri, Martial og Weghorst.
Sean Dyche kíkir í heimsókn með bláa hlutann úr Liverpool meðferðis
United mætir Everton í hádegisleiknum á morgun en um er að ræða fyrsta leik 30. umferðar. Í miðri viku lagði liðið Brentford sem var torsóttur en góður sigur enda hafði Thomas Frank og hans lærisveinar ekki tapað nema stökum leik af síðustu 17 viðureignum sínum í deildinni. Af þeim liðum sem Brentford mætti á þessu tímabili voru Liverpool, Arsenal, Tottenham og City en síðasta tapið kom einmitt gegn næstu mótherjum okkar manna, Everton.
Manchester United 1:0 Brentford
Í kvöld tók Manchester United á móti Brentford á Old Trafford en það var einmitt eftir 4-0 ósigur gegn þeim í 2. umferð deildarinnar sem Erik ten Hag lét menn hlaupa 13,4km eins og frægt er orðið. Erik ten Hag stillti loks upp liðinu án Wout Weghorst en Martial var þó ekki í byrjunarliðinu.
Leikurinn var gífurlega mikilvægur sérstaklega í ljósi þess að Newcastle United fór með sigur af hólmi um helgina og jafnaði okkur að stigum en þeir eru með talsvert betri markatölu en við. Newcastle gerði sér lítið fyrir og slátraði West Ham á sama tíma og United marði Brentford. Góðu fréttirnar eru þær að Martial er að verða leikfær og liðið spilar margfalt betur með hann í fremstu línu og Rashford á vinstri kantinum en slæmu fréttirnar eru þær að Luke Shaw fór meiddur af velli eftir hálftíma leik.
Newcastle United 2:0 Manchester United
Það var spennuþrungið andrúmsloftið á St. James’ Park eins og svo oft áður þegar þessi tvö lið mætast. Síðasta viðureign þessara liða endaði með því að þeir rauðklæddu hömpuðu bikar á meðan þeir svarthvítu sátu eftir með sárt ennið í leik þar sem þeir sáu þó nánast aldrei til sólar. En bikarleikir og deildarleikir eru eins og eplabaka og hjónabandsæla. Þessi lið voru búin að spila jafnmarga leiki fyrir daginn í dag og skildu einungis 3 stig þau að í baráttunni um Meistaradeildarsætið.