Byrjunarliðið United gegn Southampton var aðeins sóknarsinnaðra en við höfum vanist frá Ten Hag. Það virtist vera 4-1-4-1 með þá Antony, Fernandes, Weghorst, Sancho og Rashford alla inn á og væntanlega eru eitthvað flæðandi í þessum framliggjandi stöðum. Casemiro fékk engan Fred, Sabitzer eða McTominay með sér inn á miðjuna, þá fékk Aaron Wan-Bissaka traustið.