Þá er stundin runnin upp því það er komið að stærsta leik United á leiktíðinni til þessa. Bikarúrslitaleikurinn gegn Newcastle United í deildarbikarnum – Carabao Cup og verður þetta fyrsti úrslitaleikur United frá því liðið mætti Villareal fyrir tæpum tveimur árum síðan og tapaði á grátlegan hátt í vítaspyrnukeppni.
2013 dagar eru hins vegar liðnir frá því United vann síðast úrslitaleik en það gerðist síðast þegar José Mourinho stýrði liðinu til sigur gegn Ajax í úrslitum Evrópudeildarinnar 2017. Af núverandi leikmannahóp United sem voru í hópnum fyrir þann úrslitaleik eru einungis Anthony Martial, Marcus Rashford og De Gea sem eftir standa en Rashford var sá eini sem byrjaði þann leik. Það er því svo sannarlega kominn tími á að skila málmi í hús fyrir hópinn okkar í dag og þó margir í núverandi hóp United hafi gert það annars staðar þá skiptir það okkur litlu sem engu máli því eins og Casemiro sagði í viðtali á dögunum þá kom hann hingað til að vinna fleiri titla.