Það er óratími síðan dregið var í þrjátíu og tveggjaliða úrslit Evrópudeildarinnar, nánar tiltekið þrír mánuðir. MIkið hefur gerst síðan þá, heil heimsmeistarakeppni til að mynda og margt breyst. Manchester United er fimm stigum frá toppi Úrvalsdeildarinnar, nokkuð sem hefði þótt gott, en eftir erfiðleika Barcelona í Meistaradeildinni í haust hafa þeir sett í fluggír í deildinni og eru nú átta stigum á undan Real Madrid í efsta sæti. Eina tap þeirra í deildinni var á Santiago Bernabeu, og töpin í Meistaradeildinni voru gegn Bayern og Inter. Frá 26. október hefur liðið ekki tapað leik og eina jafnteflið kom á gamlársdag heima í borgarslagnum gegn Espanyol.
Enska úrvalsdeildin
Leeds United 0:2 Manchester United
Erik ten Hag stillti upp áhugaverðu liði í dag þar sem hvorki Varane né Martinez voru sjáanlegir. Þeir fundu sér stað á tréverkinu á meðan Luke Shaw og Harry Maguire stilltu sér upp í miðju varnarinnar með Tyrell Malacia og Diogo Dalot í bakvarðastöðunum. Annars leit liðið svona út:
Byrjunarlið heimamanna í Leeds var nokkuð sterkt en þeir voru án Pascal Struijk og Sinisterra sem báðir byrjuðu á Old Trafford á miðvikudaginn s.l.
United mætir Leeds aftur, en nú á Elland Road
Það er eflaust flestum United stuðningsmönnum í fersku minni síðasti leikur gegn Leeds United sem var núna á miðvikudaginn. Fyrir þá sem ekki sáu leikinn þá lauk honum með 2-2 jafntefli eftir að gestirnir frá Leeds komust 2 mörkum yfir með marki á 1. mínútu og 48. mínútu. Það voru svo Marcus Rashford og Jadon Sancho sem klóruðu eitt stig úr greipum gestanna sem voru í fyrsta sinn undir stjórn þriggja bráðabirgðastjóra eftir að Jesse Marsch var látinn taka pokann sinn.
United 2 : 2 Leeds
United mættu Leeds á Old Trafford í kvöld í ensku úrvalsdeildinni, leikurinn átti að fara fram í haust en honum var frestað vegna andláts Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Diogo Dalot koma inn í byrjunarliðið eftir talsverða fjarveru vegna meiðsla, þá var Antony fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Garnacho kom inn í liðið í stað hans. Stóra fyrirsögnin var þó að Marcel Sabitzer byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United eftir að hann koma á láni frá Bayern Munchen á loka degi janúargluggans.
Liðið gegn Palace
Ekkert sem kemur á óvart, síst af öllu að Martial sé meiddur
Varamenn: Heaton, Dalot, Lindelöf, Maguire, Malacia, Mainoo, Sabitzer, Garnacho, Sancho