Tyrell Malacia byrjar sinn fyrsta leik í 556 daga og þarf að taka á móti Bukayo Saka á kantinum. Martinez er í banni þannig að Harry Mauire kemur inn. Kannski ekki sterkasta vörn sem við gætum séð en Amorin gefur ekkert eftir. 3-4-3 er kerfið og leikmenn verða ð venjast.
Arsenal kom boltanum í markið á fjórðu mínútu en það var klár rangstaða þanig þurfti ekki að hafa áhyggjur af því. Annars var bara United þó nokkuð með boltann, héldu honum ágætlega. Bæði lið pressuðu hátt en færi létu verulega á sér standa, loksins á 25. mínútu kom skot að marki United, Martinelli skaut framhjá eftir horn.