Antony var lítilega meiddur og Lindelöf veikur þannig fyrirliðinn kom aftur inn í liðið og United leit svona út.
Varamenn: Bishop, Dubravka, Malacia, Fred(79′), Pellistri, Van De Beek, McTominay(61′), Garnacho, Sancho.
Lið gestanna
United var betra liðið frá upphafi og fékk nokkur hálffæri, sérlega falleg sending Christian Eriksen inn fyrir vörnina fann Elanga og hann hefði getað gert betur en undir pressu frá varnarmanni var skotið máttlaust. Hápressa United var að virka ágætlega, leikmenn voru að vinna boltann af West Ham eins og það væri vinnan þeirra.