Þá er fyrsta leik 4. umferðar ensku Úrvalsdeildarinnar lokið. Dýrlingarnir hans Ralf Hasenhuttle tóku á móti óbreyttu United liði frá sigurleiknum gegn Liverpool um síðustu helgi.
Á bekknum voru þeir Heaton, Maguire, Wan-Bissaka, Ronaldo, Fred, Casemiro, Shaw, van de Beek og Garnacho.
Heimamenn gera fáar breytingar á liði sínu frá sigurleiknum gegn Leicester um síðustu helgi en Che Adams, sem átti magnað innkomu og skoraði tvö mörk í þeim leik, fékk að byrja sem fremsti maður í stað Mara.