Ef eitthvert okkar var bjartsýnt fyrir leiktíðina er óhætt að segja að hörmuleg frammistaða móti Brighton á Old Trafford um síðustu helgi hafi dregið þær vonir niður svo um munaði.
Slúður vikunnar sem var gott meira en slúður um að United væri á eftir Marco Arnautovic, Adrien Rabiot og nú síðast Marco Verratti hefur svo heldur betur gert stuðningsfólk fúlt og leitandi að þeim sem líst vel á eitthvað af þessum. Það vantar ekki annað en að bæta afmælisbarni dagsins, Mario Balotelli á listann til að fá alla helstu vandræðagemsa síðasta áratugar á hann. Vonum að Murtough sé ekki að lesa þetta, hann gæti fengið hugmyndir.