Eftir stórkostlega og æðislega skemmtun um síðustu helgi gegn Leicester City er komið að næsta verkefni. Við kíkjum til Liverpool og etjum kappi við lærisveina Frank Lampard í Everton. Leikurinn hefst kl. 11:30 á morgun, laugardag. Þeir bláklæddu úr Bítlaborginni hafa verið hreint út sagt afleitir að undanförnu og veita United ansi harða samkeppni hvað varðar ömurlegan rekstur og framtíðarsýn. Liðið er í harðri baráttu við falldrauginn og tapaði fallbaráttuslag við Burnley í síðustu umferð, þar sem að liðið leiddi 2-1 en hélt ekki út og fékk á sig sigurmark á 85. mínútu. Væri ekki alveg dæmigert fyrir okkar menn að blása lífi í leik Everton með því að mæta með hangandi haus á Goodison? Vonum að svo verði ekki!
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 1:1 Leicester City
Manchester United og Leicester City gerðu jafntefli á Old Trafford í dag. Leikurinn var hvorki nógu góður né skemmtilegur hjá Manchester United og baráttan fyrir Meistaradeildarsæti heldur áfram að verða erfiðari.
Helstu upplýsingar
Í upphitun fyrir þennan leik var leitt að því líkum að Leicester myndi stilla upp í 3-4-3 og United í 4-3-3 en þegar leikurinn hófst voru bæði lið í 4-2-3-1 uppstillingu. Ronaldo var ekki með vegna veikinda svo Manchester United stillti upp þessu byrjunarliði:
Leicester City heimsækir Old Trafford
Eftir dágott landsleikjafrí er komið aftur að alvörunni hjá okkar mönnum. Níu leikir eftir af tímabilinu, því miður allir í sömu keppninni. Baráttan heldur áfram um að tryggja sæti í Meistaradeildinni að ári. Næstir í röðinni eru Leicester City sem mæta á Old Trafford til að taka seinnipartsleik á laugardegi. Það er kominn sumartími á Bretlandi svo blásið verður til leiks klukkan 16:30 að íslenskum tíma. Dómari leiksins verður Andre Marriner. Michael Oliver verður í VAR-herberginu.
Man Utd 0:1 Atlético Madrid
0-1 tap gegn sennilega ógeðslegasta liði sem að Manchester United hefur mætt frá upphafi. Veit eiginlega ekki hverju þarf að bæta við. Manchester United tapaði fyrir gríðarlega skipulögðu (og óheiðarlegu) liði og er fallið úr leik í Meistaradeildinni.
Svona stilltu liðin upp.
Man Utd:
Atlético Madrid:
Hér er tölfræði til að koma okkur öllum í gott skap.
https://twitter.com/Millar_Colin/status/1503852506115616769?s=20&t=NDJEfHakF2LjmcluNiV5Zw
Manchester United 3:2 Tottenham Hotspur
Manchester United vann mikilvægan sigur í baráttunni um fjórða sætið þegar Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-2 sigri á Tottenham Hotspur á Old Trafford. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur með alls konar færum og misvafasömum atvikum. Nú er bara að halda áfram á þessari braut og vonandi að Arsenal fari að tapa einhverjum stigum líka.
Dómari leiksins var Jonathan Moss.