Eftir háðuglega og verðskuldaða flengingu gegn Manchester City um síðustu helgi er komið að sex stiga Meistaradeilarsætisbaráttuleik gegn Tottenham Hotspur á Old Trafford. Gengi þessara liða hefur verið ansi rysjótt upp á síðkastið sem hefur gefið Arsenal dauðafæri á að ná tangarhaldi á fjórða sætinu. Krafan er að leikmenn bæti rækilega fyrir frammistöðuna í síðasta leik, sýni karakter og sæki nauðsynleg þrjú stig í þessum leik.
Enska úrvalsdeildin
Manchester City 4:1 Manchester United
Það var enginn Ronaldo, Cavani eða Varane í byrjunarliðinu.
Varamenn: Henderson, Bailly, Dalot, Jones, Hannibal, Lingard (64′), Mata, Matic, Rashford
United sýndi frá fyrstu mínútu að liðið átti að beita hápressu en það þýddi lítið þegar vörnin inni í teig var alveg á hælunum. Því það voru ekki liðnar fimm mínútur þegar City tók forystuna. Bernardo Silva lék upp með teignum vinstra megin, enginn varnarmanna sem hópuðust að honum gátu stöðvað fyrirgjöfina og Kevin de Bruyne var langt á undan Alex Telles í miðjum teignum og skoraði auðveldlega.
Borgarslagur á Etihad á morgun
Það er erfitt verkefni á morgun, útileikur á Etihad. Manchester City hefur verið að sýna hvers vegna liðið er besta liðið í deildinni síðustu ár, en tókst engu að síður að tapa fyrir Spurs fyrir tveimur vikum og setja spennu í baráttuna á toppnum. Það sem meira var, á tímabili þar sem Spurs hefur spörsað yfir sig oftar en venjulega var þetta annar sigur þeirra á City í deildinni. City hefur aðeins tapað gegn einu öðru liði, Crystal Palace, og gert þrjú jafntefli, gegn Liverpool og tvisvar gegn Southampton. Það væri því fróðlegt að vita hvernig staðan á Ralf og Ralph er og hvort sá fyrrnefndi hefur getað heyrt hljoðið í þeim síðarnefnda til að sjá hvað hægt sé að gera.
Manchester United 0:0 Watford
Þrátt fyrir urmul tækifæra tókst Manchester United ekki að ná í fleiri en 1 stig gegn Watford. Watford náði að verjast vel á stundum og eiga góð móment en United yfirspilaði gestina og gerði í raun allt rétt fyrir utan þetta litla aðtriði að nýta helvítis færin! Bruno og Ronaldo fóru illa með mörg færi og góð.
Það var alveg nauðsynlegt að taka þrjú stig í þessum leik því framundan í mars eru deildarleikir gegn Manchester City, Tottenham og Liverpool. Þetta verður strembin barátta um fjórða sætið og spurning hversu lengi hin liðin í kring ætli að gefa okkar mönnum færi á að hanga í baráttunni.
Watford kemur í heimsókn á Old Trafford
Á morgun mæta okkar menn Watford. Hefst leikurinn kl. 15:00 líkt og fjórir aðrir leikir í Ensku úrvalsdeildinni. Fer leikurinn fram á Old Trafford og mun Kevin Friend vera með flautuna.
Fyrri viðureign liðana á tímabilinu reyndist banabit Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra United. Hræðileg frammistaða í 4-1 tapi gegn liði í bullandi fallbaráttu. Kristallaðist þessi frammistaða sennilega í brottvísun á fyrirliða liðsins, Harry Maguire og að Donny hafi skorað eina mark United, en hann var hreinlega ekki nægilega góður til þess að Ragnick gæfi honum traustið.