Manchester United tekur í hádeginu á morgun á móti Southampton. Stjórar liðanna eru gamlir samherjar.
Eftir að hafa komið RB Leipzig upp í efstu deild í Þýskalandi vildi Ralf Rangnick stíga til hliða og einbeita sér að framkvæmdastjórastöðunni. Við af honum tók Ralph Hasenhüttel. Hasenhüttel hélt í hefðir RB-veldisins með kraftmiklum hápressu. Það skilaði árangri, liðið varð í öðru sæti og komst í Meistaradeildina.