Í kvöld fór fram viðureign Manchester United gegn Wolverhampton Wanderers en fyrir leikinn voru liðin í 7. og 9. sæti deildarinnar. Rauðu djöflarnir hefðu með sigri komist upp fyrir Tottenham í 6. sæti en Úlfarnir hefðu prílað upp fyrir Brighton í 8. sæti. Bæði lið komu inn í leikinn eftir að hafa tekið 4 stig úr síðustu tveimur leikjum en stigin sem United tapaði gegn Newcastle í þarsíðustu umferð voru þau einu sem liðið hefur tapað síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Chelsea í nóvember.
Enska úrvalsdeildin
Úlfarnir hans Lage mæta á Old Trafford
Þá er komið að fyrsta leik Manchester United á árinu 2022. Við eigum fjóra leiki í janúar og þrír þeirra eru heimaleikir sem verður að teljast ágætt í ljósi þess að útivallargengi liðsins er ekki það sama og það var í fyrra. Á morgun mæta Úlfarnir hans Bruno Lage í heimsókn á Old Trafford en þessi 45 ára gamli portúgali tók við af Nuno Espirito Santo í júní á síðasta ári.
Manchester United 3:1 Burnley
Besti knattspyrnustjóri allra tíma, Sir Alex Ferguson, fagnar 80 ára afmæli sínu á morgun, gamlársdag. Hann var mættur á leikinn og fékk sérstakar heiðursmóttökur í stúkunni og fína frammistöðu leikmanna inni á vellinum. Það vantar enn sitthvað upp á að liðið nái þeim hæðum sem það gerði undir stjórn Skotans en það voru þó allavega fínir sprettir í þessum leik og heilt yfir örugg frammistaða sem innihélt 3 United-mörk og 3 stig fyrir Manchester United. Gott að klára árið á þessu og vonandi fínt nesti inn í nýja árið.
Síðasti leikur ársins 2021
Eftir afskaplega viðburðarríkt ár, innan sem utan vallar, er komið að síðasta leik ársins. Við endum árið á heimaleik gegn lærisveinum Sean Dyche í Burnley. Leikurinn fer fram annað kvöld og verður flautaður á klukkan 20:15. Dómari leiksins verður Jonathan Moss en Darren England sér um skjádómgæsluna að þessu sinni.
Manchester United
Raphaël Varane og Edinson Cavani spiluðu loksins aftur með Manchester United í síðasta leik, gaman að sjá að þeir séu aftur komnir á ról og inn á völlinn. Að öðru leyti var leikurinn gegn Newcastle alls ekki nógu góður. Vonandi að liðið verði betur gírað fyrir þennan leik.
Newcastle United 1:1 Manchester United
Liðið var enn á ný í 4-2-2-2 uppstillingunni
Varamenn: Henderson, Jones, Shaw, Wan-Bissaka, Matic (78′), Van de Beek, Cavani (46′), Sancho (46′), Elanga
Áherslan hjá Ralf Rangnick hefur verið að styrkja vörnina og endurkoma Raphaël Varane átti sannarlega að gera það. Það voru hins vegar ekki liðnar sjö mínútur þegar Varane misti boltann, sókn Newcastle endaði hjá Saint-Maximin sem lék inn í teiginn, var um það bil að missa jafnvægið en náði skotinu sem small í netinu, óverjandi fyrir De Gea.