Ritstjórn vonar að jólin hafi verið ykkur góð!
Jólatörnin byrjar í dag, annan dag jóla, með fjölda Covidfrestana en allt lítur út fyrir að Mancheter United nái að spila sinn fyrsta leik í rúmar tvær vikur þegar haldið er til Newcastle og tekit á við nýríku Nonnana sem hafa enn ekki fengið tækifæri til að spreða olíuauðnum.
Covid-19 setti svo sannarlega strik í reikninginn en fyrir vikið eru allir leikmenn meiðslalausir utan Paul Pogba og verður spennandi að sjá hvort að Rangnick hafi náð að predika vel yfir þeim síðustu viku og náð að koma þeim í gírinn á æfingasvæðinu.