Eftir glæst og gjöfult ferðalag til Parísar í miðri viku fer United með gott veganesti inn í erfiðan leik í Lundúnum. Chelsea taka á móti okkur í sjöttu umferð ensku Úrvalsdeildarinnar en rétt eins og hjá okkar mönnum þá hefur lærisveinum Lampard ekki gengið neitt einstaklega vel í fyrstu fimm umferðunum og sitja þeir í 8. sæti deildarinnar. Á sama tíma og United lagði leið sína til frönsku höfuðborgarinnar héldu Chelsea sig heima og tóku þar á móti Sevilla í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar en þeim leik lauk með steindauðu jafntefli. Þar stillti Lampard upp sínu sterkasta liði í 4-2-3-1 leikkerfið til að koma öllum sínum sterkustu leikmönnum í liðið.
Enska úrvalsdeildin
Newcastle United 1:4 Manchester United
Það er óhætt að segja að byrjunarliðið hafi ekki verið að allra skapi
Liðið er komið
Varamenn: Henderson, Alex Telles, Bailly, Matic (90.), Pogba (70.), Van de Beek (76.), Ighalo
Lið Newcastle:
Það voru síðan ekki tvær mínútur liðnar þegar hrakspár virtust ætla allar að rætast. Newcastle sótti hratt upp vinstra megin, gefið á Shelvey á miðjnni sem lék þvert og gaf út á Krafth á auðum sjó á hægri kanti, hann gaf fyrir, Luke Shaw setti fótinn í boltann og stýrði honum örugglega í netið við stöngina, 1-0 fyrir Newcastle eftir 104 sekúndur.
Newcastle á morgun
Landsleikjahléi lokið og við tekur alvaran. Síðasti leikur var fyrir tæpum tveimur vikum og kannske einhver búin að gleyma því en það er alveg víst að ef leikurinn á morgun vinnst ekki þá verður það svo sannarlega rifjað upp. Blöðin og Twitter elska fátt meira en valtan stjóra og Ole Gunnar Solskjær stefnir í það ef ekki næst að rétta kúrsinn af.
Það hefði mátt halda að krísan hjá United færi í frí í landsleikjafríi, en nei, Harry Maguire hélt henni vel gangandi með að fá raut spjald í leik Englands og Danmerkur á miðvikudaginn fyrir vægast sagt tvö glórulaus brot og raddir orðnar háværar að hann þurfi smá frí til að hressast aðeins. Í dag koma fréttir um að hann sé hreinlega tæpur fyrir leikinn á morgun og væru þá flest til í að þá væri enn frekar ástæða itl að gefa honum frí. Solskjær kvaðst samt vona að hann spili.
Alex Telles er tilbúinn í slaginn!
Alex Telles er einn af þeim fjórum leikmönnum sem United samdi við á gluggadeginum. Hann verður nýjasta viðbótin við varnarlínu United en hún hefur legið undir mikilli gagnrýni að undanförnu. En hvernig leikmaður er Telles, hvað hefur hann upp á að bjóða og mun hann labba beint inn í byrjunarliðið?
https://twitter.com/ManUtd/status/1313165610239565825
Alex Telles fæddist þann 15. desember 1992 og verður því 28 ára á árinu en hann samdi við United til ársins 2024 með möguleikanum á framlengingu til 2025. Telles var samningsbundinn FC Porto í Portúgal en átti einungis ár eftir af samningnum sínum og fékk því að fara fyrir um 15 millj. evra samkvæmt Transfermarkt.com. Leikmaðurinn er á besta aldri og hefur komið við víða á ferlinum sínum.
Manchester United 1:6 Tottenham
Solskjær ákveðað að leggja traust sitt á Eric Bailly í stað Lindelöf fyrir leikinn í dag gegn Tottenham. Að öðru leyti var sterkasta liðið okkar á vellinum og margir myndu eflaust standa á því að þetta væri okkar sterkasta lið.
Á bekknum voru þeir Juan Mata, Jesse Lingard, Fred, Scott McTominay, Dean Henderson, Victor Lindelöf og Donny van de Beek.
José Mourinho heldur áfram að vera samkvæmur sjálfum sér en hann sagði Heung-Min Son vera meiddan fyrir þennan leik en Ole Gunnar Solskjær sagðist í viðtali fyrir leikinn þó hafa séð í gegnum pókerandlit Mourinho og að United hefði undirbúið það að mæta Son.