Ole Gunnar Solskjær gerði eina breytingu á liðinu frá því um síðustu helgi, Daniel James kom inn í lið United fyrir Andreas, og Lingard færði sig inn á miðjuna, í tíu stöðuna. United byrjaði vel og hélt boltanum vel, og Wolves vörðust aftarlega, þó með ágætum rispum framávið. Þær strönduðu yfirleitt á vörninni, ef ekki öðruvísi þá með því að Harry Maguire skallaði frá.
Enska úrvalsdeildin
Heimsókn til Úlfanna á mánudagskvöldi
Það er ekki kastað rýrð á neinn þó Úlfarnir séu kallaðir spútniklið síðasta árs. Liðið kom upp úr B deildinni og tryggði sér sjöunda sætið. Liðið varð aðeins þremur stigum á eftir United og því ekki mjög fallegt að kalla það sigurvegarann í deildi „hinna liðanna“ en þannig varð það. Nú er komið að þvi að fylgja þessari velgengi eftir og gera skurk í efstu sex liðinum. Stærstu kaup Úlfanna voru að tryggja sér krafta Raúl Jiménez sem var lánsmaður á síðasta tímabili og lykilmaður í velgengninni. Að öðru leyti hafa þeir að mestu verið að kaupa unga og efnilega leikmenn. Á móti kemur að þeir hafa ekki misst neinn af sínum aðalmönnum og munu því að mestu treysta á sama lið og reyndist svo vel á síðasta ári.
Manchester United 4:0 Chelsea
Í dag mætti United í fyrsta leik tímabilsins en mótherjar dagsins voru lærisveinar Frank Lampard í Chelsea. Þetta var frumraun Lampard sem stjóri í ensku Úrvalsdeildinni. Ole Gunnar Solskjær stillti upp í 4-2-3-1 eins og í hart nær öllum leikjum undirbúningstímabilsins með Paul Pogba og Scott McTominay fyrir aftan Andreas Pereira á miðjunni. Gífurlega ungt lið United steig út á völlinn í dag en meðalaldur útileikmanna náði ekki 24 árum. Leikurinn var sá síðasti í fyrstu umferðinni en öll hin stóru liðin tóku 3 stig úr sínum leikjum og því enn mikilvægara að ná í öll þrjú stigin úr þessum leik fyrir bæði liðin.
Nýtt tímabil hefst á hörkuleik á Old Trafford!
Þá er loksins biðin á enda, skrípaleikstímabilinu er lokið og enski boltinn farinn að rúlla á ný. Enska Úrvalsdeildin hófst í gær á Anfield þar sem heimamenn tóku á móti nýliðum kanarífuglanna í Norwich. Stórleikur helgarinnar er hins vegar leikur okkar manna gegn Chelsea á Old Trafford en leikurinn er sá síðast í fyrstu umferðinni.
Þetta verður í fyrsta sinn síðan á tímabilinu 2004/2005 þar sem þessi tvö lið mætast í fyrstu umferðinni en þeim leik lauk með 1-0 sigri Lundúnarliðsins með marki frá Eiði Smára Guðjohnsen. Þó að United hafi ekki tapað fyrir Chelsea í síðustu þremur viðureignum þessara liða þá hefur gengið brösuglega að ná í öll þrjú stigin í deildinni en í síðustu 13 úrvalsdeildarleikjum hefur United bara borið sigur úr býtum tvisvar sinnum.
Aaron Wan-Bissaka er nýr leikmaður Manchester United *staðfest*
Þá hefur Manchester United gengið frá öðrum kaupunum í sumar en fyrr í mánuðinum gekk Daniel James til liðs við Rauðu djöflana. Að þessu sinni er það Aaron Wan-Bissaka en hann er 21 árs gamall hægri bakvörður sem kemur frá Crystal Palace.
https://twitter.com/manutd/status/1144924076886167553?s=21
Orðrómur þess efnis að Manchester United hefði áhuga á leikmanninum hefur lengi verið á sveimi en fjölmörg lið voru sögð áhugasöm. Ole Gunnar Solskjær virðist þegar vera búinn að hafa breyta stefnu félagsins á leikmannamarkaðinum og færa áhersluna af stjórstjörnuleikmönnum yfir á unga, óreyndari leikmenn.