Þá er komið að þeim deildarleik sem United stuðningsmenn flestir hverjir hafa beðið eftir einna mest en það er síðari viðureignin við erkifjendurna úr Bítlaborginni. Fyrri viðureignin reyndist fallöxin fyrir fyrrum stjóra United, José Mourinho, en á þessum tíma var liðið í bullandi vandræðum og viðurkenndi portúgalinn sjálfur að það tæki kraftaverk til að skila liðinu í Meistaradeildarsæti á þessu tímabili.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 0:2 Paris Saint-Germain
Jæja, þar kom að því. Manchester United tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Í fyrsta skipti síðan hann tók við liðinu náði það ekki að skora mark en fékk á sig tvö þar sem varnarleikur liðsins leit alls ekki vel út.
Fyrir leikinn leyfði maður sér ákveðna bjartsýni. Kannski gæti liðið púllað Solskjær á þetta, komið inn eins og í leikjunum gegn Arsenal og Tottenham og fundið einhverjar sniðugar leiðir til að koma andstæðingnum í vandræði. Kannski væri liðið með nægilegt sjálfstraust til að keppa við eitt af bestu liðum Evrópu. Kannski væri United jafnvel sigurstranglegra liðið, í það minnsta í þessum fyrri leik á Old Trafford. En öll þessi bjartsýni dugði ekki nema rétt út fyrri hálfleikinn, svo tók PSG yfir og sýndi einfaldlega meiri gæði og meiri karakter.
Fulham 0:3 Manchester United
Manchester United er komið í Meistaradeildarsæti eftir þennan þægilega sigur á Fulham. Paul Pogba var enn og aftur frábær og Anthony Martial sýndi gamla takta. Heimamenn í Fulham byrjuðu leikinn reyndar betur og með smá heppni hefðu getað tekið forystu í leiknum. Það var samt Manchester United sem tók forystuna í þessum leik með laglegu marki frá Pogba sem setti boltann framhjá Rico við nærstöngina. Tæplega 10 mínútum seinna jók Martial muninn þegar hann spændi upp vörn heimamanna og lagði boltann örugglega framhjá Rico. Staðan í hálfleik var Fulham 0:2 Manchester United.
Heimsókn til Fulham
Manchester United heimsækir Fulham á Craven Cottage í hádegisleiknum á morgun. United er búið að vera á svakalegri siglingu undir stjórn Ole Gunnar Solskjaer á meðan heimamenn róa lífróður til að bjarga sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.
Antonio Valencia og Matteo Darmian eru frá vegna meiðsla á meðan Marcos Rojo er farinn að æfa aftur. Það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að Ole geti stillt upp sínu sterkasta liði en stóra spurningin er hver fær hitt sætið í hjarta varnarinnar með Lindelöf.
Leicester City 0:1 Manchester United
Í dag fór fram viðureign Leicester City og Manchester United á King Power Stadium í Leicester þar sem okkar menn höfðu tækifæri á að komast upp í 5. sætið a.m.k. tímabundið þar sem Arsenal átti leik síðar um daginn. Chelsea vann sinn leik nokkuð örugglega í gær enda kannski ekki von á öðrum þar sem þeir mættu Huddersfield sem virðist vera að stefna lóðrétt niður í Championship deildina á ný. United þarf því að bíða lengur eftir möguleikanum á því að skjótast upp í Meistaradeildarsætið eftirsóknarverða en tókst þó að klifra upp fyrir Arsenal.