Rasmus Höjlund var lykilmaður í öllum mörkum Manchester United þegar liðið vann Bodø/Glimt 3-2 í Evrópudeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti leikur United á Old Trafford undir stjórn Ruben Amorim.
Evrópudeildin
Önnur þraut Amorimos: Bodø/Glimt
Ruben Amorim stýrir Manchester United í fyrsta sinn á Old Trafford þegar liðið tekur á móti Noregsmeisturum Bodø/Glimt í Evrópudeildinni annað kvöld. Ekki eru teljandi breytingar á þeim leikmönnum sem Portúgalinn hefur að spila frá því um helgina.
Icelandair flaug með United til Porto
Flugvél frá Loftleiðum, dótturfélagi Icelandair, var leigð til að ferja lið Manchester United í og úr leik liðsins gegn Porto í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Fyrirtækið hefur að undanförnu markaðssett vélar útbúnar lúxusfarrýmum til evrópskra knattspyrnuliða.
Það var Samuel Luckhurst, sem dekkar United fyrir staðarblaðið Manchester Evening News, sem vakti athygli á því að flugvél United hefði þurft að hringsóla fyrir ofan Porto þegar United flaug þangað á miðvikudag. Glöggir Íslendingar tóku hins vegar eftir að flugferillinn var frá vél með íslenskri skráningu, TF-FIA.
FC Porto 3:3 Manchester United
Fyrri hálfleikur
Erik ten Hag gerði þrjár breytingar á liðinu sem tapaði rækilega gegn Tottenham um helgina. Amad Diallo, Casemiro og Rasmus Höjlund komu inn fyrir þá Joshua Zirkzee, Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho. Leikurinn fór frekar vel af stað og virkaði United liðið frekar ferskt. Marcus Rashford kom gestunum yfir með föstu skoti á nærstöng sem Diogo Costa hefði klárlega átt að verja en við kvörtum ekki yfir því. Christian Eriksen og Rashford lögðu svo upp færi fyrir Höjlund sem skaut föstu skoti aftur á nærstöng og aftur leit Costa illa út en auðvitað tökum við því fagnandi eins og fyrra marki United í hálfleiknum. Eftir markið var varnarlína United sokkin djúpt niður í eigin teig og heimamenn nýttu sér það og á 7 mínútna kafla var United búið að tapa niður tveggja marka forystu og staðan þegar flautað var til leikhlés var 2:2.
Upphitun: Heimsókn á Drekavelli
Eftir 0-3 skellinn síðastliðinn sunnudag gegn Tottenham á Old Trafford er komið að næsta verkefni. Manchester United sækir Porto heim á Drekavelli í Evrópudeildinni annað kvöld. Framundan eru afar þýðingarmiklir dagar eftir slæmt gengi undanfarið og þá sérstaklega fyrir stjórann, Erik ten Hag. Enskir fjölmiðlar virðast vera nokkuð sammála um það að starf hans sé ekki í hættu að svo stöddu en segja að sama skapi að leikirnir tveir sem eftir eru fram að landsleikjahléi gætu skipt sköpum varðandi framtíð Hollendingsins í starfi.