Paul Pogba er í læknisskoðun!
Staðfest hlýtur því að koma innan skamms!
Félagaskipti
Hver er Henrikh Mkhitaryan?
Henrikh Mkhitaryan (MK – eins og skólinn; Hita – ekki rista; Ryan – Giggs) er 27 ára gamall og núverandi fyrirliði armenska landsliðsins. Er hann einn af þeim þremur leikmönnum sem José Mourinho hefur fengið til Manchester United nú þegar. Verðið á Mkhitaryan var litlar 26 milljónir punda sem er ekki mikið miðað við þá óðaverðbólgu sem einkennir leikmannamarkaðinn í sumar, en hann átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Borussia Dortmund.
Henrikh Mkhitaryan til United *staðfest*
Henrikh Mkhitaryan er leikmaður Manchester United!
https://twitter.com/ManUtd/status/750698328707436546
https://twitter.com/HenrikhMkh/status/750698938534100993
Henrikh Mkhitaryan gengur til liðs við Manchester United
Borussia Dortmund tísti rétt í þessu
https://twitter.com/BVB/status/749204734792392704
Mkhitaryan á eftir að gangast undir læknisskoðun og að henni lokinni getum við uppfært þetta í staðfest, með myndum af kappanum
Zlatan er mættur
Stór dagur í dag í sögu Manchester United og ákveðin vatnaskil. Á sama degi og staðfest er að sjálfur lávarður félagsins, leikjahæsti og sigursælasti leikmaður í sögu Manchester United, Ryan Giggs yfirgefi félagið, 29 árum eftir að hann gekk til liðs við félagið, gerist þetta:
https://twitter.com/ManUtd/status/748919107441954816
Manchester, welcome to Zlatan
Auðvitað var þetta bara tímaspursmál eftir að Zlatan sjálfur tilkynnti um ákvörðun sína í gær. Í raun var frekar fyndið að sjá viðbrögð Manchester United við tilkynningunni. Við tók algjör þögn, það var ekki einu sinni ýtt á like eða retweet takkann á tísti Zlatan. Bara algjör þögn hjá félagi sem tístir iðulega á 20 mínútna fresti. Maður gett rétt ímyndað sér neyðarfundinn sem fór í gang í samfélagsmiðladeild United. En þetta var einhvern veginn við hæfi. Zlatan er ekki kynntur til leiks hjá félaginu, Zlatan kynnir félagið.