Núna rétt í þessu var Manchester United að tilkynna á Twitter síðu félagsins að Sergio Romero væri genginn til liðs við félagið.
https://twitter.com/ManUtd/status/625455572700262400
https://twitter.com/ManUtd/status/625457082268020736
Sergio Romero kannast flestir við en hann hefur spilað 62 landsleiki fyrir Argentínu síðan 2009. Hann er því þriðji argentíski leikmaðurinn sem Louis van Gaal fær til liðsins. Munurinn á Romero á hinum tveimur, Marcos Rojo og Angel Di Maria er sá að Van Gaal og Romero unnu saman hjá AZ Alkmaar í Hollandi á árunum 2007-2009. Romero fór svo frá Hollandi til Sampdoria á Ítalíu árið 2011 þar sem hann hefur verið þangað til hann varð samningslaus í sumar, með stoppi í Frakklandi tímabilið 2013-2014 en hann fór á láni til Monaco það tímabil.