Rauðu djöflarnir
- Við minnum á kosningu um leikmann septembermánaðar.
- Runólfur skrifaði um ástandið á unglingastarfi United sem hefur átt betri daga.
- Við tókum upp 15. þátt af podkastinu okkar.
Skyldulesning
Swiss Ramble fer á ítarlegan hátt yfir fjármál United. Niðurstaðan? Glazerarnir sjúga hagnaðinn úr félaginu en nýr sjónvarpsamningur mun líklega gera United að ríkasta félagi heimsins.
Leikmenn
- Það er aðeins einn De Gea…
- Andy Mitten telur De Gea vera ástæðuna fyrir betri spilamennsku liðsins.
- Anthony Martial er næsta hetja United-stuðningsmanna að mati Paulie Gunn.
- Og Barney Ronay skrifar á svipuðum nótum um Martial.
- Wenger vildi hinsvegar ekki kaupa Martial vegna þess að hann taldi hann vera vængmann.
- Meira um Martial, hann er neistinn sem kveikir í sóknarleik United.
- Chris Smalling er einn af mikilvægustu leikmenn United. Telegraph skrifar um upprisu hans.
- ESPN segir hinsvegar að Daley Blind sé einn af mikilvægustu leikmönnum United.
- Langar ykkur að vita meira um meistara Berbatov? Hvernig spyr ég, að sjálfsögðu viljið þið það.
- Keylor Navas grét þegar félagsskiptin til United féllu saman.
- Victor Valdes er frjálst að fara, finni hann sér félag utan Úrvalsdeildarinnar.
- Juan Mata er nú aðallega markaskorari, fremur en skapari, líkt og búist var við þegar hann kom frá Chelsea.
- Meira frá Paulie Gunn, í þetta skiptið um Bastian Schweinsteiger.
Héðan og þaðan
- Aðeins eitt lið í deildinni hleypur meira en United í hverjum leik í Úrvalsdeildinni.
- Ný bók Sir Alex Ferguson um leiðtogahlutverkið snýst minna um það en meira um að hvítþvo knattspyrnustjóraferil hans að mati Alex Netherton.
- Gary Neville óttast að knattspyrnulega fari norður-England mjög halloka í samkeppninni við suður-England.
- ESPN fer yfir það helsta varðandi ákvörðun svissneskra yfirvalda að sækja Sepp Blatter til saka.
- Telegraph reynir að kryfja ástæðurnar fyrir slæmu gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni.
Nokkur tíst
https://twitter.com/hirstclass/status/646311053995999232
https://twitter.com/dickinsontimes/status/646058474409971714
Myndir vikunnar
Sir Alex Ferguson sendi Eric Cantona bréf haustið eftir að sá síðarnefndi hætti hjá United: