Fyrir akkúrat einum mánuði síðan spilaði Manchester United síðasta leik tímabilsins og fór liðið eftir það í langþráð sumarleyfi. Daginn eftir kom nýi stjóri liðsins, Hollendingurinn Erik ten Hag, inn á skrifstofuna og hóf sín störf. Nú styttist í að æfingar hefjist aftur og liðið haldi síðan í æfingaferðalag á framandi slóðir, venju samkvæmt. Þessi pistill er hugsaður sem létt yfirferð á því sem hefur verið í gangi síðasta mánuðinn og vettvangur til að ræða það nýjasta og ferskasta í slúðrinu.
Opin umræða
Sumarfrí klárast, undirbúningur hafinn fyrir nýtt tímabil
Þá erum við aftur komin að þessum tímapunkti þegar leikmenn Manchester United eru að tínast heim einn af öðrum, eftir gott sumarfrí, og æfingatúrinn kemst á gott skrið. Í kvöld spilar liðið svo sinn fyrsta æfingaleik í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Við í ritstjórn Rauðu djöflanna erum einnig farnir að huga að komandi tímabili og hvað við getum mögulega gert til að gera síðuna og podkastið okkar betra. Ábendingar frá ykkur, lesendum og hlustendum okkar, eru vel þegnar hvað það varðar.
Glugginn hingað til (opinn þráður)
Þessi sumargluggi hjá Manchester United hefur ekki verið sá mest sexí en kannski er það hreinlega bara allt í lagi. Hingað til hefur Mourinho keypt ungan hægri bakvörð Diogo Dalot, miðjumanninn Fred og Lee Grant markvörð. Grant er fyrst fremst hugsaður sem varaskeifa fyrir Sergio Romero. Þetta eru góðar fréttir því þetta þýðir að Joel Pereira getur farið á lán og öðlast reynslu en hann þykir mikið efni. Dalot verður mögulega varaskeifa fyrir Antonio Valencia sem verður aðal hægri bakvörður liðsins næsta tímabil. Fred kemur inn sem miðjumaður sem að liðið vantar sárlega og er líklega bara að koma inn fyrir Michael Carrick en mun spila töluvert meira.
Sumargluggavaktin 2016
23:20 Við þökkum samfylgdina í dag gott fólk. Það komu engir í dag en nokkrir leikmenn fóru á lán eða voru seldir. Heilt yfir er þetta einhver besti gluggi United í áraraðir og óhætt að taka undir þetta
22:32
https://twitter.com/ManUnitedYouth/status/771113486936076288
21:32 Fyrr í kvöld kom staðfesting að James Weir, fyrirliði U-21 liðs United hefði verið seldur til Hull.
Lokadagur félagaskiptagluggans
23.00 Lok, lok og læs.
https://twitter.com/espnfc/status/694294240130633730
21.40 Munið það sem við sögðum um Omar Elabdellaoui áðan? Gleymið þið því, hann er ekki á leiðinni samkvæmt þessum blaðamanni BBC.
https://twitter.com/SajChowdhury/status/694270022974201856
21.35 Nick Powell hefur gengið til liðs við Steve Bruce hjá Hull City. Powell verður á láni út tímabilið.