Jákvæðir mánudagar?
Nú hugsa margir; hvað í fjandanum er til að vera jákvæður yfir?
Mjög góð spurning. Eftir einhver átta 0-0 jafntefli í síðustu 20 leikjum er eðlilegt að menn séu orðnir pirraðir, guð einn veit að ég er orðinn það (hér er augljóslega átt við Eric „God“ Cantona en ekki faðir Jesú Krists).
Á morgun er mikilvægasti leikur tímabilsins hjá United, og þá fyrst sjáum við úr hverju liðið er gert. Það er bókstaflega, að duga eða drepast. Eða svona næstum. Sigur og liðið er áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar. Tap og endurkoma Manchester United í Meistaradeildina er jafn aumingjaleg og endurkoma Liverpool í fyrra.