Það er aðeins rétt rúm vika búin af sumarglugganum en samt má auðveldlega greina pirring frá stuðningsmönnum yfir því hvað lítið sé búið að gerast. Það er svo sem eðlilegt. Louis van Gaal lýsti því yfir að hann vildi að búið væri að ganga frá leikmannakaupum áður en liðið héldi til Bandaríkjanna. Það styttist óðum í ferðina og það lítur allt út fyrir þetta markmið Van Gaal muni ekki nást.
Pistlar
Andreas Pereira – Leikmaður til að fylgjast með
Andreas Pereira kom til Manchester United 15 ára gamall frá PSV árið 2011. Þá var hann belgískur unglingalandsliðsmaður. Reyndar skrifaði hann ekki undir samning fyrr en í janúar 2012 vegna reglna um alþjóðleg félagaskipti. Hann lék sinn fyrsta U-18 leik gegn Sheffield Wednesday í apríl það ár. Pereira lék allt í allt 3 leiki það tímabilið.
Tímabilið á eftir lék hann 20 leiki og skoraði 5 mörk. Nokkur tækifæri komu frá varaliðinu eða U-21 liðinu eins og það heitir núna. Pereir skrifaði svo undir sinn fyrsta atvinnumannasamning í janúar 2013.
Leikmannakaup tímabilið 2014/2015
Tímabilinu er lokið og það kallar bara á eitt: UPPGJÖR! Við byrjuðum á því að taka upp podkast-þátt í gær þar sem við ræddum leikmannahóp liðsins og við munum rúlla út uppgjörsgreinum af ýmsu tagi á næstu dögum. Við byrjum á því að fara yfir þá leikmenn sem gengu til liðsins fyrir þetta tímabil auk þess sem að við tökum létta yfirferð yfir þá leikmenn sem fóru út á láni. Bjössi, Sigurjón og Maggi láta ljós sitt skína í dag og fara yfir þessi mál öll saman fyrir okkur hin.
Mánudagspælingar 2015:07
Í síðustu viku vorum við eðlilega að velta fyrir okkur slæmu gengi liðsins í síðustu þrem leikjum.
Tryggvi skoðaði færasköpun og Fellaini á mánudaginn og í hlaðvarpinu á þriðjudaginn ræddum við það sem og mikilvægi Carrick fyrir liðið.
Leikurinn á laugardaginn var aðeins skárri en mörkin komu úr kunnuglegum áttum. Juan Mata skoraði sitt fjórða mark í deild á árinu, að þessu sinni úr víti, og leikmennirnir tveir sem sýnt hafa mestar framfarir í vetur bjuggu til seinna markið, Young gaf fyrir og Fellani skoraði líka sitt fjórða mark á árinu.
Mánudagspælingar 2015:06
Hlutirnir eru fljótir að breytast í ensku úrvalsdeildinni. Eftir sannfærandi sigra á Spurs, Liverpool og City var Louis van Gaal frelsarinn sjálfur en í dag, eftir þrjá tapleiki í röð[footnote]Í fyrsta sinn síðan 2001 en þá hafði United þegar tryggt sér titilinn.[/footnote], er farið að glitta í #VanGaalOut merkið á Twitter á nýjan leik. Það er auðvitað fjarstæðukennt að ætla sér að losa sig við stjórann á þessum tímapunkti enda er félagið við það að ná markmiðum sínum fyrir þetta tímabil: Meistaradeildarbolti á Old Trafford 2015/2016. Það er þó ekki efni þessa pistils heldur langar mig að tala aðeins um færanýtingu og færasköpun.