Eftir gott gengi undafarnar vikur var alveg hroðalegt að sjá andleysið sem einkenndi spilamennsku United í gær. Mér fannst liðið reyndar byrja þennan leik ágætlega þrátt fyrir að lenda marki undir snemma leiks. Seinna mark Everton drap hinsvegar allan lífsvilja United-manna og lélegasta frammistaða liðsins undir stjórn Louis van Gaal leit dagsins ljós í gær. Þetta tap hleypir örlítilli spennu í baráttuna um Meistaradeildarsætið þó að niðurstaða hennar sé ennþá fyllilega í höndum okkar manna.
Pistlar
FC United of Manchester deildarmeistarar
Mörg okkar kannast við nafnið FC United of Manchester en færri vita ef til vill mikið um félagið.
FCUM vann hins vegar loksins sæti í National League North deildinni með því að tryggja sér meistaratign í Northern Premier League í fyrradag og stíga þannig upp úr sjöunda þrepi deildarpýramídans og upp í það sjötta.
Það er því ekki úr vegi að fara aðeins yfir sögu þessa félags og þau bönd sem það tengist Stóra United eins og sumir kalla það. Sagan varpar ljósi ámargt það sem er að gerast í knattspyrnunni í dag og hvernig lítill hópur stuðningsmanna fékk nóg af nútímaknattspyrnu. Enda er svo að slagorðið Against Modern Football er vinsælt meðal stuðningsmanna og má sjá það víða um Evrópu á leikjum minni liða sem oft eru í eigu félagsmanna. Slík félög eru nú orðin þó nokkur.
Ertu þá farinn?
Tilkynnt var í síðustu viku að David de Gea væri einn af þeim sex leikmönnum sem hefðu mannað efstu sætin í kjöri PFA-samtakanna á leikmanni ársins. Það vill einnig svo skemmtilega til að þessi samtök, Professional Footballers’ Associaton, virðast ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann verði 25 ára á árinu og því var hann jafnframt með efstu mönnum í kjöri á unga leikmanni ársins. Með honum á lista eru mjög frambærilegir leikmenn en ef David de Gea vinnur ekki þessa nafnbót fyrir þetta tímabil er það ljóst að markmaður mun aldrei hljóta þann heiður að vera valinn leikmaður ársins af jafningjum sínum
Mánudagspælingar 2015:04
Maður er farinn að huga að næsta tímabili og góðar frammistöður undanfarið eru farnar að gera mann ansi bjartsýnan fyrir framhaldið. Hvað svo sem mönnum finnst um Chelsea og þá leikaðferð sem Mourinho grípur til þegar hann þarf á sigri að halda er ekki hægt að neita því að liðið hans hefur verið besta liðið á tímabilinu. Vissulega hafa þeir hikstað undanfarið og þurft að treysta á markverði andstæðingana í undanförnum leikjum til þess að koma sér yfir línuna en heilt yfir á Chelsea skilið Englandsmeistaratitilinn í ár. Þannig er það bara, þeir kláruðu mótið í haust.
Fyrirliðinn Wayne Rooney
Eins og margir vita þá er undirritaður ekki stærsti aðdáandi Wayne Rooney, á sínum tíma var ég í fremsta vagni á Rooney-lestinni en færðist svo hægt og rólega aftar og stökk hreinlega frá borði á sínum tíma. En sem stendur er Rooney svo sannarlega að vinna sig upp í áliti. Það er einfaldlega ekki hægt að skafa af því, þegar Wayne Rooney spilar sem fremsti maður hjá Manchester United þá gengur liðinu betur.