Það er er gaman að vera United-maður í dag. Við höfum skellt hurðinni kröftuglega á andstæðinga okkar í deildinni í undanförnum leikjum og Tottenham, City og Liverpool hafa fengið að kenna á því á afskaplega sannfærandi hátt. Með sigrunum á þessum liðum hefur United tekist að þau senda þau niður í harða baráttu um afgangana á meðan strákarnir okkar hafa komið sér í tiltölulega þægilega stöðu.
Pistlar
Upprisa Antonio Valencia
Það má skipta ferli Antonio Valencia í tvo hluta. Þegar hann gat eitthvað og svo þegar hann gat ekki neitt.
Valencia mætti til klúbbsins sumarið 2009 og þurfti þar að fylla stærstu skó sem félagið hafði séð. Hvernig í ósköpunum átti eitthvað ‘no-name’ frá Ekvador sem spilaði með Wigan Athletic að geta komið í stað Cristiano Ronaldo? Svo gott sem ómögulegt en Valencia stóðst prófið eins vel og hægt var að vona. Framan af í það minnsta. Hann byrjaði ágætlega. Fyrsta tímabil sitt var hann stoðsendingahæstur með 11 stykki, setti að auki 5 mörk og fékk sæti í PFA-liði ársins. Því miður ökklabrotnaði hann í upphafi næsta tímabils og var frá stærstan hluta tímabilsins en kom sterkur inn síðasta þriðjung tímabilsins. Innkoma hans var reyndar svo sterkt að hann sló hreinlega Nani út úr liðinu sem var að eiga sitt langbesta tímabil í rauðu treyjunni.
Landsleikir? Nei, stóra slúðurfærslan.
Við verðum flest ef ekki öll ekki að hugsa um United milli þrjú og fimm í dag, en þangað til er ágætt að taka smá snúning á United.
Ef einhverjum datt í hug að silly season myndi ekki byrja fyrr en nær drægi sumri þá er það alger misskilningur. Slúðurmaskínur eru komnar í fjórða gír og United er orðað við nýja, eða sömu leikmennina í hverri viku. Samt er það svo að fleiri og fleiri eru að komast á þá skoðun að stór hluti leikmannakaupa sumarsins séu ef ekki frágengin, þá a.m.k. langt komin
Mánudagspælingar 2015:02
Maður er ennþá að koma sér niður á jörðina eftir leikinn á Anfield í gær. Andrýmið á milli 4. og 5. sætis er orðið ansi þægilegt fyrir næstu umferð þar sem við tökum á móti Aston Villa á meðan Liverpool og Arsenal mætast innbyrðis á Emirates-vellinum. Að mæta á þennan geysierfiða útivöll þar sem aflinn undanfarin ár hefur verið af skornum skammti og fara heim með þrjú stig er frábært. Að gera það eins og liðið gerði í gær er einfaldlega stórkostlegt.
Mánudagspælingar 2015:01
Mikið rosalega var sigurinn í gærkvöldi gegn Tottenham kærkominn. Ekki nóg með það að frammistaða liðsins hafi verið eitthvað sem við höfum beðið eftir í allan vetur (jafnvel lengur) heldur tókst liðinu bæði að setja pressu á Manchester City í öðru sætinu sem og að senda einn af okkar helstu keppinautum um sæti í Meistaradeildinni að ári niður í miðjumoðið. Það er nóg eftir af tímabilinu en hver sigur á þessu stigi deildarinnar er einfaldlega gulls ígildi.