United nældi sér í afskaplega mikilvægan sigur í gær gegn Newcastle, sérstaklega í ljósi þess að öll hin liðin í efsta hluta deildarinnar unnu sína leiki. Staðan er því óbreytt fyrir leikjahrinuna núna í mars og apríl sem mun skera úr um hvort að þetta tímabil megi fara á ruslahaugana eða ekki. Heimaleikir gegn Spurs og City, útileikir gegn Liverpool og Chelsea auk bikarleiks við Arsenal. Jesús Pétur.
Pistlar
Söknuður
Ég ætlaði mér að skrifa annan pistil í kvöld, ég er búinn að vera að skrifa svar við bréfinu sem við fengum frá Barða Páli Júlíussyni. Það snéri að stöðu Manchester United í dag og skoðun Barða á því en eftir að hafa fylgst með Meistaradeildinni í kvöld þá komu upp allar þessar tilfinningar – þessi söknuður – allar minningarnar. Auk þess að sakna Meistaradeildarinnar gífurlega, þó aðallega útsláttarkeppninnar, þá var það einn tiltekinn leikmaður sem orsakaði þessa nostalgíu tilfinningu. Þeir sem þekkja mig vita ef til vill hvaða leikmann ég er að tala um, fyrir þá sem vita það ekki þá er ég að tala um Guðinn; Dimitar Berbatov.
Stóra Falcao málið – Ný sýn
Ef einhver segist hafa séð fyrsta áreiðanlega slúðrið um að Radamel Falcao væri hugsanlega á leið til United og samt ekki orði spenntur, þá hlýt ég að ásaka viðkomandi um ýkjur, skreytni eða hreint út sagt lýgi.
Það eru engar ýkjur að segja að fram að meiðslunum í janúar á síðasta ári var Falcao í mörg ár einn mesti og besti markaskorari í Evrópu og hvaða lið sem er hefði viljað fá hann. Og hann kom til United. Það hefði verið eitthvað skrýtið að verða ekki glaður yfir því.
Skora fyrst, sigra svo
Leikurinn gegn Preston North End í FA-bikarnum í vikunni var merkilegur fyrir nokkrar sakir, ekki síst vegna þess að í leiknum tókst Manchester United að gera eitthvað sem var áður talið eitt af aðalsmerkjum félagsins en hafði ekki tekist hingað til á þessu leiktímabili: United vann leik eftir að hafa lent undir! Undur og stórmerki.
Kíkjum aðeins á tölfræðina hvað þetta varðar:
Lesendabréf – Staða Manchester United
Í dag birtum við innsendan pistil frá Barða Páli Júlíussyni sem er búsettur í Barcelona. Þar horfir hann á United-leikina á börum auk þess að hafa takmarkaðan aðgang að netsambandi. Hann hefur því þurft að byrgja inn í sér allt sem honum hefur langað að segja um liðið sitt, Manchester United. Hann sendi okkur því eftirfarandi pistil þar sem hann léttir af hjarta sínu. Gefum Barða orðið: