Tölfræðirýnir nokkur tísti eftirfarandi stigatöflu í gær.
Þetta er taflan eins og hún hefði litið út í fyrra eftir fimmtán leiki ef leikjaröð hefði verið sú sama og hún er í ár!
Björn Friðgeir skrifaði þann | 8 ummæli
Tölfræðirýnir nokkur tísti eftirfarandi stigatöflu í gær.
Þetta er taflan eins og hún hefði litið út í fyrra eftir fimmtán leiki ef leikjaröð hefði verið sú sama og hún er í ár!
Björn Friðgeir skrifaði þann | 6 ummæli
Allt virðist benda þess að Edward Woodward hafi slegið á þráðinn til helstu blaðamanna því síðla kvölds í gær voru þeir allir með sömu fréttina: Louis van Gaal fær 100-150 milljónir punda til að leika sér með í sumar og jafnvel í janúar ef réttur maður losnar.
Blöðin léku sér svo að nefna þá sem þau halda að séu á innkaupalistanum svo sem Nathaniel Clyne, hægri bakvörð Southampton, Diego Godín miðvörð Atlético, Mats Hummels, Kevin Strootman, Arjen Robben og Gareth Bale. Síðan verður það auðvitað spurning hvað verður um Falcao. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 5 ummæli
Fyrst það er ekkert annað að gerast í dag er ekkert að því að fara aðeins yfir uppgjör fyrsta ársfjórðungs rekstrarársins, þ.e.a.s. júlí – september sem birt var núna í hádeginu. Eins og við var búist er um þó nokkra tekjulækkun að ræða frá fyrra ári, eða um 10% í heildina. Þar munar mestu um að tekjur af leikjum lækka um 21% og sjónvarpstekjur lækka um 13,5. Auglýsingatekjur lækka um 5,5% og sölutekjur af varningi um heil 21%. Allt þetta kemur til vegna fjarverunnar úr meistaradeildinni, það síðastnefna vegna ákvæðis í samningnum við Nike Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 1 ummæli
Rauðu djöflunum áskotnaðist á dögunum ný bifreið sem við nánari skoðun hafði leynda eiginleika. Við bjóðum ykkur því sæti við hliðina á okkur og förum með ykkur á tímaflakk.
Stillingarnar eru tiltölulega einfaldar en við ákveðum fljótlega að gera þetta ekki of flókið til að byrja með, heiðrum upprunaár tryllitækisins og sláum inn:
Það voru 17 ár frá Evrópumeistaratitlinum, 10 ár frá árinu í annarri deildinni, 4 ár frá því Dave Sexton var rekinn fyrir of leiðinlegan fótbolta og United var komið í sinn annan bikarúrslitaleik á þrem árum. Völdin í enska boltanum voru þó kyrfilega í höndum Liverpoolbúa. Liverpool voru Englands- og vrópumeistarar frá árinu áður og Everton handhafar bikarsins og hinir síðarnefndu voru rétt nýbúnir að rúlla upp deildinni með einhverju besta liði sem enski boltinn hafði séð, á þeim árum þegar ekkert lið varð meistari nema að vita besta 11 manna liðið… og eiga svona nokkra til vara. Lesa meira
Runólfur Trausti skrifaði þann | 3 ummæli
Leikur Manchester United og Crystal Palace var ekki merkilegur fótboltalega séð nema fyrir þær sakir að í honum hélt David De Gea hreinu í fimmtugasta skipti fyrir Manchester United. 50 ,,hrein lök“ er ágætis árangur í 144 leikjum, sérstaklega ef litið er til þeirra varnarvandræða sem liðið hefur verið í nánast síðan að hann skrifaði undir. Leik eftir leik var hann, og er, með nýtt hafsentapar fyrir framan sig. Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!