Í gærkvöldi var tilkynnt um væntanlega stofnun Ofurdeildar Evrópu. Manchester United er eitt tólf stofnfélaga og er augljóslega framarlega því Joel Glazer er fyrsti varaformaður deildarinnar. Þá fjármagnar JP Morgan deildina, líkt og yfirtökuna á sínum tíma en Ed Woodward er fyrrum starfsmaður bankans. Tilkynningin um stofnun deildarinnar hefur vakið hörð viðbrögð meðal margra knattspyrnuáhugamanna. Rauðu djöflarnir rýna í stöðuna.
Pistlar
United og væntu mörkin
xG eða vænt mörk er tískuhugtakið sem allir eru að tala um. En hvað eru vænt mörk, er eitthvað að marka þau og hvað þýða þau fyrir Manchester United?
Hvað eru vænt mörk?
Vænt mörk eru líkindareikningur á hversu líklegt er að lið eða leikmenn skori úr færum sínum. Knattspyrnan hefur lengi verið íhaldssöm og sparkspekingar trúðu því að skilningur á íþróttinni byggði allur á tilfinningu og auga. Aðrar íþróttir, eins og hafnabolti eða körfubolti, hafa tölfræði yfir nánast hvert leikatriði. Þessi tölfræði er nú að koma inn í fótboltann og xG er kannski skýrasta dæmið um það.
Jibbí – landsleikir!
Eftir langt og strangt undirbúningstímabil kemur loks að fyrstu umferðinni. Liðin eru stirð, eins og alltaf í byrjun en það er spenna. Gaman er að fylgjast með mönnunum sem keyptir voru um sumarið og þeim fylgir von um betra gengi. Spilamennskan lagast í annarri og þriðju umferð þannig að hægt er að hlakka til þeirrar fjórðu. Nema þá kemur landsleikjahlé.
Ef og hefði?
Ef Martial hefði nýtt annað tveggja dauðafæranna? Hefði Fred ekki hent sér í tæklingu á gulu spjaldi eða Solskjær gripið í taumana og skipt honum út af. Þá væru sögurnar aðrar og bjartara yfir.
Í minningu tannlausa tígursins
Það var í Manchester ferð, trúlega 2003, sem félagi minn greip ævisögu Nobby Stiles ofan úr hillunni í Megastore. Hann opnaði hana af handahófi og lenti beint á setningunni: „Ég var umsvifalaust rekinn út af.“ Setningu sem er trúlega einkennandi fyrir Stiles.