Við erum alltaf að tala um þá leikmenn sem gengu til liðs við félagið í sumar. Eðlilega. Þegar leikmenn fara frá United tekur maður kannski eftir þeim þegar það er minnst á þá en maður fylgist ekkert með þeim af viti. Nema auðvitað John O’Shea. Honum fylgist ég grannt með.
Til þess að skapa pláss fyrir alla leikmennina sem komu í sumar þurftu nokkrir að fara. Nani var einn af þeim og fregnir herma að hann hafi verið skiptimynt í kaupunum á Marcos Rojo frá Sporting. Við fengum Rojo, þeir fengu Nani á láni og fullt af pening til þess að borga launin hans. Já, við erum ennþá að borga launin hans og miðað við að hann fékk glænýjan samning fyrir einu ári síðan má gera ráð fyrir því að þau séu þokkaleg.