Nú eru ekki nema rétt tæplega tvær vikur í að félagskiptaglugginn lokar. Woodward og Glazerarnir hafa rétt tæplega tvær vikur til þess að vinna vinnuna sína svo að Louis van Gaal geti unnið vinnuna sína. Hvað er vinnan hans? Að ná titlinum til baka en fyrsta skrefið í átt að því er að koma liðinu í Meistaradeildina á nýjan leik. Það er verkefni tímabilsins.
Hvað þurfa Louis van Gaal og leikmenn liðsins að gera til þess að ná því? Fjórða sætið er lágmark. Það er alveg sama hvað David Moyes reynir að verja sig, hann klikkaði á öllum markmiðum tímabilsins og skilaði í hús lélegustu titilvörn síðustu ára. 7. sæti. 64 stig.