Nú er rykið aðeins farið að falla til jarðar, en og helstu staðreyndir á bak við brottrekstur David Moyes að koma í ljós, þó að það bíði sjálfsævisagna komandi ára til að allt verði staðfest og rétt. Smá samantekt er því við hæfi.
Eftir tapið gegn Olympiakos í fyrri leiknum sagði ég „Ei meir, Dave“ og stökk á #MoyesOut vagninn. Nú er ljóst að það sama gerðu Glazerar. Eftir þann leik lögðu eigendurnir blessun sína yfir að reka mætti Moyes. Það var bara eitt smáatriði: Hann var með sex ára samning.og fimm ára starfslokagreiðsla er ekkert smá. En þar var ljós við enda ganganna: Það var „break-clause“, eins og það heitir á góðri bankamannaíslensku, í samningnum. Tækist United ekki að komast í Meistaradeildina. Moyes var því á dauðadeild tvo mánuði, á meðan eigendur og stjórn biðu, og vonuðu væntanlega líka, að hann klúðraði tímabilinu endanlega.