Sem betur fer er alveg hreint stórundarlegum félagaskiptaglugga lokið. Í allt sumar höfum við beðið eftir að félagið léti til sín taka og myndi styrkja liðið fyrir komandi átök. Ekki veitti af. Pressan er gríðarleg á Moyes og góður gluggi hefði auðvelda honum starfið til muna. Menn létu það hinsvegar dragast til allrar mögulegu seinustu stundar að ganga frá einu alvöru kaupum sumarsins. Staðfesting á kaupum United á Marouane Fellaini, miðvallarleikmanni Everton, barst ekki fyrr en eftir lokun gluggans. Ekki það að maður sé ósáttur við kaupin á Fellaini. Hann er akkúrat sá leikmaður sem liðið vantar. Nagli á miðjuna sem gefur okkur vídd inn á vellinum sem okkur hefur alveg skort hingað til.
Pistlar
Andstæðingar og leikdagar í Meistaradeildinni
FC Shakhtar Donetsk
Shakhtar eru Úkraínumeistarar, þeir hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í deild þeirra bestu. Fyrir utan Úkraínska leikmenn þá leikur mikill fjöldi Brasilíumanna með liðinu. Af þeim eru kannski Fred, Bernard, Luis Adriano og Douglas Costa þekktastir. Aðdáendur enska boltans muna kannski eftir króatíska brassanum Eduardo sem lék með Arsenal um árið, annar Króati, hinn öflugi Dario Srna leikur einnig með liðinu. Shakhtar unnu UEFA Cup árið 2009, áður en keppninni var breytt í Evrópudeildina (Europa League). Liðið hefur orðið meistari í heimalandinu 8 sinnum. Heimavöllur liðsins er Donbass Arena og tekur hann rúmlega 52.000 manns í sæti. Þjálfari liðsins er hinn rúmanski Mircea Lucescu sem einnig hefur þjálfað lið eins og Internazionale, Galatasaray, Besiktas og rúmenska landsliðið. Leikum gegn Shakhtar 2.október og 10.desember.
Mánudagsmorgunkaffiskammtur
Eftir góða byrjun okkar manna um helgina er ágætt að rúlla aðeins í gegnum fréttir og slúður.
Fyrst af öllu erum við búnar að bjóða 28m punda í Fellaini og Baines. 16m í Fellaini sem kostaði Everton 17.5m fyrir 6 árum, og 12m í Baines, aftur. Einhverra hluta vegna finnst Everton þetta lélegt boð.
Daniel Burdett (@luzhniki2008) tísti í gær mynd sem hann tók eftir 3. mark United í leiknum á laugardag. Myndin fór eins og eldur í sinu um netið, sem ekki er furða:
Jack Crompton 1921-2013
Við minnumst Jack Crompton, United goðsagnar sem lést í fyrradag, 91 árs að aldri. Crompton var síðasti bikarmeistarinn frá 1948 sem var á lífi og lék 212 leiki fyrir liðið á árunum 1946-1956. Eftir að hann hætti að leika tók hann við til þjálfun, fyrst hjá Luton, en eftir slysið í München bauð hann fram aðstoð sína og starfaði eftir það sem þjálfari hjá United í alls 20 ár. Fyrst frá 1958-1971, og síðan frá 1974 sem varaliðsþjálfari hjá Tommy Docherty og Dave Sexton. Hann gengdi síðan framkvæmdastjórastarfinu til bráðabirgða eftir uppsögn Sexton og stýrði liðinu í æfingaleik í Ísrael og þrem vináttuleikjum í Malasíu vorið 1981, en var sagt upp eftir að Ron Atkinson tók við og kom með sitt eigið teymi.
Moyes sestur í stólinn
Í gærmorgun mætti David Moyes ferskur til vinnu á Carringt… fyrirgefið AON Training Complex æfingavöllinn sem framkvæmdastjóri Manchester United. Það fyrsta sem gert var, var að staðfesta ráðningu Steve Round sem aðstoðarframkvæmdastjóra, Jimmy Lumsden sem þjálfara og Chris Woods sem markmannsþjálfara.
Við þessu hafði verið búist eins og við fórum yfir í lok maí, nema þá var ekki minnst á Lumsden. Hann er 65 ára gamall Skoti sem þjálfað hefur víða. Hann uppgötvaði Moyes sem leikmann hjá Celtic en varð síðar þjálfari hjá Moyes þegar Moyes tók við Preston North End og hefur fylgt honum síðan. Hann virðist samt ekki nógu hátt skrifaður til að fá stafina sína á treyjuna á myndinni hér að neðan. Kannske það lagist.