Þau sem eru hvað hörðust á Twitter hafa kannske tekið eftir mrmujac sem tístir um unglingalið og varalið United. Frá því í haust hafa reglulega komið tíst á borð við þetta
https://twitter.com/mrmujac/status/303591278145314816
Tölfræði þessi er sprottin af stórvirki sem mrmujac, sem í raun heitir Tony Park, hefur unnið að í hátt í 20 ár ásamt Steve Hobin. Afrakstur þessara vinnu félaganna er bókin Sons of United og kom út fyrir jólin.