Fyrir 23 árum fóru 96 knattspyrnuáhugamenn á fótboltaleik og komu aldrei heim aftur.
Það er ekki ofsögum sagt að dagurinn í dag sé einn sá merkilegasti í knattspyrnusögu Englands. Loksins hefur hulunni verið svipt af tuttugu og þremur árum af yfirhylmingu, lygum og svikum af hálfu yfirvalda, lögreglu og annarra sem öll beindust að því að koma ábyrgð á ölvaða áhorfendur í stað þess sem raunin var að öll ábyrgð var á höndum yfirvalda, mistökum þeirra og vanrækslu má kenna um allt sem gerðist.